Enn fleiri húsráð fyrir þig

Ég setti inn í gær nokkur húsráð sem henta konum vel og hérna eru fleiri:

1. Gerðu þinn eigin grjónapoka úr sokk og hrísgrjónum. Snilld á vöðvabólgu og aðrar bólgur.

enhanced-buzz-8587-1372970992-5

2. Notaðu herðatrén til þess að hjálpa þér að skipuleggja og ákveða hverju má henda úr fataskápnum. Snúðu þeim öllum eins og á þessari mynd fyrst til að byrja með og þegar þú tekur herðatré útúr skápnum til að nota flíkina hengdu þær þá aftur upp í skápnum öfugt við þetta. Eftir nokkra mánuði muntu svo sjá hvaða föt þú ert alveg hætt að nota.

enhanced-buzz-22207-1373119820-1

3. Notaðu rör til að geyma hálsmenin þín svo þau flækist ekki. Þetta lítur kannski ekki út fyrir að vera mjög smart en þetta borgar sig þegar þú lítur á tímann sem það tekur oft að leysa úr flæktum menum.

enhanced-buzz-23772-1372968240-6

3. Notaðu frosin vínber til að kæla niður hvítvínið. Þá ertu ekki að deyfa vínbragðið með því að setja ísmola.
enhanced-buzz-26558-1372868901-13

4. Sundnúðlur eru frábærar til að halda stígvélum standandi
enhanced-buzz-28686-1372970345-29

5. Ef þú ert að ferðast með skó er mjög sniðugt að nota sturtuhettur utan um skóna svo þeir skíti ekki allt annað út
enhanced-buzz-30194-1372958667-06. Segull innan á skáphurðir á baðherbergi til að geyma spennurnar sem annars eru allsstaðar
grid-cell-29579-1373297764-40

Skyldar greinar:

SKEMMTILEG OG ÖÐRUVÍSI HÚSRÁÐ

OG ENN FLEIRI NYTSAMLEG HÚSRÁÐ

SHARE