Enn er Instagram í þróun, en notendur snjallsíma hafa sennilega tekið eftir stórri uppfærslu undanfarna daga, sem gerbreytir viðmótinu og gerir ljósmyndun á Instagram og alla myndvinnslu enn skarpari og dýpri en áður.
10 nýjar viðbætur voru kynntar sl. þriðjudag – jafnt fyrir notendum Android og iOS símum, en utan þess að auka möguleika á breytum í skerpu, litaflæði og tónavali hefur viðmótið tekið á sig aðra mynd sem gerir að verkum að nú er hægt að vinna hverja einustu mynd með enn meiri skerpu en áður, allt gegnum viðbótina sjálfa.
Breytingarnar sem nú eru kynntar og keyrðar fyrir almenningi hafa verið í vinnslu í nokkurn tíma en þeim er ætlað að veita notendum enn meira aðgengi að myndvinnslu á eins einfaldan máta og mögulegt er.
Og enn er von á frekari breytingum, þó forsvarsmenn Instagram vilji ekki gefa neitt uppi að svo stöddu. En eitt er víst; í dag geta allir tekið fallegar myndir og hagrætt að vild á símanum – með aðeins örfáum skjástrokum.
Vefmiðilinn Mashable tók á málum og hér má sjá skemmtilega kynningu á nýjungunum:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.