Ég bara get ekki hætt að dásama síðuna hennar Berglindar hjá http://lifandilif.is þessi dásamlegi hafragrautur kemur frá henni.
Hafragrautur er væntanlega einn algengasti morgunverður landsmanna og hefur verið um árabil. Hér er ein einföld, holl og góð uppskrift sem gefur þér um 240 kaloríur hvern skammt, 4g af próteini og 51g af kolvetnum.
Uppskriftin gefur þér 2 skammta:
1.5 bolli vatn
1/4 tsk. kanill
1/3 bolli tröllahafrar
2 msk. rúsínur
1 bolli bláber, fersk eða frosin
1 stk. banani, skorinn í bita
1 stk. epli, skorið í smáa bita
2 msk. valhnetur, niðurskornar
- Setjið vatnið, kanill og hafrana í pott og látið malla þar til hafrarnir eru tilbúnir.
- Bætið við bláberjum og banananum.
- Hitið vel og hrærið, um ca. 5 mínútur.
- Bætið við eplinu og valhnetunum og setjið í skálar.
Smá bónus fróðleikur um Banana.
Bananar eru dásamlegir! Það er engin furða að þeir séu í uppáhaldi hjá mörgu íþróttafólki og öðrum sem lifa krefjandi lífi. Einn meðalstór banani er um 105 kaloríur, þar af um 23 g kolvetni. Bananar eru með frekar lágan sykurstuðul (42 – 58, eftir því hversu þroskaðir þeir eru), sem þýðir að þeir valda minni og hægari hækkun á blóðsykri en margar aðrar fæðutegundir. Bananar innihalda einnig töluvert af kalíumi sem er mikilvægt steinefni, nauðsynlegt fyrir hjarta- og æðakerfið.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!