Þessi snilld kemur úr safni þeirra systra hjá Matarlyst settu nú eitt like á síðuna þeirra, þær eiga það skilið!
Eplakaka með vanillufyllingu og dásamlegum kókos crunch topp.
Borin fram með þeyttum rjóma, ís og karamellusósu.
Aðferð
Byrjið á því að hita ofninn í 180 gráður og blástur.
Botn 1
190 g hveiti
75 g púðusykur
170 g smjör við stofuhita
Aðferð
Blandið hráefnum saman í skál veltið saman með höndum þar til komið er saman.
Smyrjið og dassið hveiti í 25 cm hringform.
Þrýstið deiginu ofan í botninn á forminu.
Bakið í 15 mín.
Útbúið fyllingu, cruncy topp og skerið niður epli á meðan.
Ath takið botninn út og leggið til hliðar á meðan hitt er útbúið.
Fylling skref 2
400 g rjómaostur
2 stór egg eða 3 lítil
150 g sykur
2 tsk vanillu extrakt eða vanilludropar
Aðferð
Þeytið saman sykur og rjómaost þar til komið er vel saman, bætið út í vanillu og einu eggi í einu út í skálina hrærið vel á milli.
Skref 3
2½ -3 græn eða t.d Honey crunch epli skræld og skorin niður í fremur litla teninga
2 msk sykur
1 tsk kanill
Blandað saman.
Skref 4 Crunch toppur
220 g púðusykur
150 g hveiti
70 g haframjöl
40 g kókosmjöl
150 g smjör við stofuhita
Aðferð
Blandið öllu saman í skál þar til komið er vel saman.
Samsetning
Botninn er klár.
Hellið rjómaotablöndunni yfir botninn.
Dassið eplum yfir.
Stráið kanelsykri yfir.
Dreifið í lokin cruncy topp yfir.
Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn í 40 mín.
Karamellusósa til að bera fram með kökunni
15-20 stk t.d freyju karamellur eða aðrar karamellur.
½-¾ dl rjómi
Aðferð
Bræðið saman á lágum hita.
Ath einnig er hægt að kaupa tilbúna karamellusósu.
Kakan geymist vel í frysti.