Eplamuffins með haframjöli og súkkulaði frá Lólý

Lóly er mikill meistari og er með heimasíðuna loly.is en þar er að finna fullt af girnilegum uppskriftum.

Þessi uppskrift er frá henni og ég skal segja ykkur það að það er vel þess virði að baka þessar múffur.

Uppskrift:

2 egg

2 dl sykur

1 tsk lyftiduft

1,5 dl hveiti

1/2 tsk vanilluduft

1 dl olía

2 dl haframjöl

1 dl AB mjólk

2 epli skorin í litla bita

100 gr súkkulaði rififð

Aðferð:

Þeytið saman egg og sykri þar til létt og ljóst. Bætið öllum hráefnum saman við þá verður deigið þykkt og gott. Að lokum blandast eplabitar og súkkulaði við.

Setja í falleg muffinsform og baka við 200 gráður í 20 mín eða þar til fallega gullinbrúnar á lit.

Sjá meira: Vá! Súkkulaðisjúkir þið elskið þetta

Njóta svo með kaffibolla eða einhverju öðru.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here