Lóly er mikill meistari og er með heimasíðuna loly.is en þar er að finna fullt af girnilegum uppskriftum.
Þessi uppskrift er frá henni og ég skal segja ykkur það að það er vel þess virði að baka þessar múffur.
Uppskrift:
2 egg
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
1,5 dl hveiti
1/2 tsk vanilluduft
1 dl olía
2 dl haframjöl
1 dl AB mjólk
2 epli skorin í litla bita
100 gr súkkulaði rififð
Aðferð:
Þeytið saman egg og sykri þar til létt og ljóst. Bætið öllum hráefnum saman við þá verður deigið þykkt og gott. Að lokum blandast eplabitar og súkkulaði við.
Setja í falleg muffinsform og baka við 200 gráður í 20 mín eða þar til fallega gullinbrúnar á lit.
Sjá meira: Vá! Súkkulaðisjúkir þið elskið þetta
Njóta svo með kaffibolla eða einhverju öðru.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!