
Þessi er alveg svakalega girnileg og bragðast áreiðanlega jafn vel og hún lítur út. Hún kemur frá snillingunum á Matarlyst.
Uppskrift:
Hráefni 4-5 epli t.d Græn, Pink lady, eða Honey crunch.
150 g hveiti
200 g sykur
3 stór egg eða 4 lítil
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
3-4 tsk kanelsykur
1 ½ msk smjör
Karamellusósa val ég kaupi heita karamellusósu frá Kjörís en hef hana kalda og sprauta yfir kökuna.
Aðferð:
Hitið ofninn í 190 gráður og blástur. Skrælið og skerið eplin í ½ og svo í þunnar sneiðar, setjið í eldfast mót. Sáldrið kanelsykri yfir. Blandið þurrefnum saman, bætið eggjum út í pískið saman, hellið yfir eplin. Setjið smjörklípu hér og þar yfir deigið. Setjið inn í heitan ofninn, bakið í u.þ.b 30-35 mín. Setjið karamellusósu yfir, berið fram með ís og eða þeyttum rjóma.


Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.