„Er á móti því að negrum sé hleypt inn í landið“ – Skrif fyrrum forsætisráðherra

„Ég er á móti því, að negrum sé veittur íslenzkur ríkisborgararéttur eða þeim almennt hleypt inn í landið“ skrifaði Geir H. Haarde, samkvæmt DV.is í gær, í skólablað MR á framhaldsskóla árum sínum, en hann virðist strax hafa haft mjög sterkar skoðanir.

Hann segir að hann telji það mjög óæskilegt að fara að blanda saman Íslendingum og þeldökkum kynstofni: „Ég tel sem sé, að slík blöndun sé vægast sagt mjög óæskileg og óheilbrigð. Afleiðingar mistaka, sem óvitar fremja í þessum efnum, geta orðið hroðalegar. Það væri fremur óskemmtilegt að að heyra og sjá alls kyns blökku- og múlattalýð tala móðurmál vort og telja sig til vorrar þjóðar.

Geir skrifar líka í þessari færslu sinni um svokallaðar sukkferðir Íslendinga til útlanda og finnst þær vera algjör vitleysa: „Íslenzkar hópferðir og aðrar skemmtiferðir á erlenda grund eru fyrir löngu orðnar þjóðarskömm, að ekki sé talað um hinar alræmdu innkaupaferðir. Er ekki mál til komið að tekið verði í taumana?“

Hann segir að virðing nemenda fyrir kennurum sé orðin af allt of skornum skammti og kennir því um, að ekki megi lengur nota líkamsrefsingar til að aga nemendur.

 

SHARE