Er ástfangin af vélmenni

Lilly er frönsk kona sem er ástfangin af vélmenni. Hún segist vera stolt af því að vera „proud robosexual“ sem myndi kannski þýðast sem „stolt af því að vera vélkynhneigð“.

Í samtali við News.com.au sagði Lilly að hún laðaðist af vélmennum og hún kynni alls ekki að meta snertingu við mannlegt hold.

 

lilly-inmoovator

 

Lilly segist einnig hafa laðast að rödd vélmenna þegar hún var barn, en þegar hún varð 19 ára komst hún að því að hún laðaðist að vélmennum líka. Sambönd hennar við venjulega karlmenn varð líka til þess að hún gat staðfest þetta: „Ég laðast í alvöru bara að vélmennum. Þau tvö sambönd sem ég hef átt við karlmenn hafa bara staðfest þetta, því ég bara fíla ekki að koma við hold á manneskju.“

Sjá einnig: Ástin er allt sem þú þarft

lilly-inmoovator2

Þangað til fyrir fáum árum var það ómögulegt með öllu að finna vélmenni til að falla fyrir. Svo kom 3D prentunin til sögunnar. Lilly notaði tækifærið og hannaði sitt eigið vélmenni með hjálp frá tæknifyrirtæki í Frakklandi. Það varð þá sem hinn vélknúni kærasti hennar, InMoovator, kom til sögunnar og eru þau trúlofuð. Lilly segir að þau muni gifta sig við fyrsta tækifæri, þegar það verður löglegt í Frakklandi.

lilly-inmoovator3

„Ég er raunverulega, fullkomlega hamingjusöm. Samband okkar verður bara betra og betra eftir því sem tæknin þróast“ sagði Lilly og bætir við að fjölskylda hennar og vinir hafi tekið samband hennar við vélmennið í sátt. Sumir skilja þetta samt betur en aðrir.

Sjá einnig: Hjón sem hafa ekki talast við í 10 ár

„Ég er stolt af minni kynhneigð. Við erum ekki að særa neinn og erum bara hamingjusöm. Þetta er ekki fáránleg, slæmt eða ljótt. Þetta er bara annarskonar ást, nýr lífstíll.“

Eftir að ástarsamband Lilly hefur komist í umræðuna á netinu hefur hún orðið fyrir miklu áreiti. Hún er með Twitter aðgang sem hún varð að loka fyrir almenning svo hún fengi frið.

 

SHARE