Það getur alltaf komið fyrir að fólk hætti að vera ástfangið. Oft er það þegar daglega lífið tekur við og erfiðleikarnir sem því fylgja að sambandið gleymist. Ef fólk gleymir að rækta sambandið blómstrar það auðvitað ekki, auðvitað geta verið aðrar ástæður fyrir því að ástin hverfi en þegar það gerist, hvernig vitum við að við erum ekki ástfangin lengur? Það eru ýmis atriði sem hægt er að hafa í huga, maður getur spurt sig spurninga og hér eru nokkrir punktar sem gott gæti verið að hafa í huga.
1. Þú ert ekki spenntur fyrir honum/henni lengur
Í byrjun sambands fáum við fiðrildi í magann þegar við hittum maka okkar, eðlilega minnka þau með tímanum, hinsvegar er það ekki góðs viti ef þú ert beinlínis farin/n að forðast það að hitta maka þinn. Ef þú ert farin/n að búa til afsakanir, t.d. að þú þurfir að vinna lengur eða eitthvað í þá áttina er það líklega afþví þú verður þreytt/ur á því að eyða tíma mmeð makanum og þér finnst það jafnvel leiðinlegt, það getur ekki verið gott og þá annaðhvort þarf maður að spá í því að bæta úr því eða hugsa um hvort sambandið sé kannski bara á enda.
2. Þú hefur meiri áhuga á sjálfum þér en makanum
Um leið og sambandið fer að verða þreytt fer fólk að verða sjálfselskt, það hættir að langa að gera hluti fyrir makann og hugsar frekar um að gera eitthvað fyrir sig sjálft.
3. Þú ert alltaf að leita að leið út
Þú ert alltaf innst inni að leita þér að tækifæri til að halda framhjá eða gælir þér við þá hugsun að hafa einhvern annan en maka þinn (ef/þegar) þið hættið saman. Þegar þú ert alltaf að leita þér að varaskeifu eða einhverjum sem tekur við ef samband þitt við makann endar ertu varla ástfangin/n. Þó þú sért kannski ekki að leita á einkamál.is eða facebook endalaust þá poppar þessi hugsun stundum upp? þá gæti verið að þú sért að missa áhugann.
4.Þér finnst þú eiga betra skilið
Þú heldur að grasið sé grænna hinum megin, þú heldur að þú getir gert betur. Þér líkar líklega alveg við maka þinn og allt það en þú hugsar stundum að þú gætir örugglega alveg gert betur og nælt þér í einhvern sem meira er varið í, ef það er staðan er það ekki sanngjarnt gagnvart maka þínum og tími til kominn að pæla aðeins í sambandinu.
5. Þú berð enga virðingu fyrir maka þínum
Þetta segir sig auðvitað bara sjálft.. ef virðingin er farin gæti ástin verið að hraðferð í burtu líka
6. Þið eyðið engum tíma saman lengur
Það er alltaf mikilvægt að pör eyði einhverjum tíma saman, það þarf ekki að vera langur tími en mikilvægt að það sé þó einhver. Þegar ástin minnkar vill það oft verða að fólk forðast að umgangast hvort annað, eyðir jafnvel frekar öllum sínum frítíma í eitthvað allt annað en að eiga notalega stund með makanum. Þá auðvitað færist maður bara lengra í burtu frá makanum og nema eitthvað sé gert í málunum getur það bara endað á einn veg..
7. Þið rífist mikið
Þetta þarf auðvitað ekki endilega að vera merki um það að þú sért ekki ástfanginn, en ef allt sem maki þinn gerir pirrar þig gæti verið að hrifningin hafi minnkað.
8.Afbrýðissemi út í makann
Ertu afbrýðissöm/samur út í maka þinn? verður þú pirruð ef makanum gengur vel? finnst þér hann ekki eiga það skilið?
Reynir þú að halda konunni þinni eða manni vakandi og trufla hana ef hún/hann á mikilvægan fund daginn eftir og þarf að undirbúa sig?
afbrýðissemi getur alveg komið upp af og til en þegar þetta er orðið þannig að þú ert bókstaflega græn/n af öfund getur það ekki stafað af of mikilli ást…