Vísindamenn hafa fundið uppruna sársauka hjá sjúklingum með Vefjagigt og þvert á móti því sem margir halda, þá er uppruninn ekki í heilanum. Þessar niðurstöður merkja enda á áratuga gamla ráðgátu um sjúkdóminn þar sem margir læknar töldu að hann væri ímyndun ein.
Leyndardómur vefjagigtar hefur haft áhrif á milljónir manna um allan heim sem þjást af sjúkdómnum og það eina sem hægt var aðgerafyrir þessa einstaklinga var að gefa þeim verkjalyf.
Nýlega töldu margir læknar að vefjagigt væri ímyndun eða sálfræðilegt einkenni en nú hafa rannsóknir leitt í ljós að aðal uppspretta sársaukans stafar af afar ólíklegum stað í líkamanum, sem sagt umfram æðum í höndum.
Þessi uppgötvun gæti leitt til nýrra meðferða og kannski lækningar í framtíðinni. Ef svo er, þá er það afar mikill léttir fyrir þá sem þjást af vefjagigt. T.d í Bandaríkjunum einum saman eru um 5 milljónir manna talin hafa þennan sjúkdóm.
Til að leysa gátuna um vefjagigt hafa vísindamenn einbeitt sér að húð á hendi á einum sjúkling sem er með skort á taugaskynjun og þar af leiðandi sýnir lítil viðbrögð við sársauka.
Þeir tóku húðsýni úr höndum sjúklinga með vefjagigt og voru afar hissa þegar þeir fundu óhóflegt magn af tiltekinni tegund tauga sem kallast arteriole-venule (AV) shunts.
Fram að þessu höfðu vísindamenn talið að þessar taugatrefjar væri aðeins ábyrgar fyrir stjórnun á blóðflæði en ættu ekki að skipta máli þegar kemur að sársauka. En nú hafa þeir uppgötvað að það er tenging á milli þessara tauga og útbreiddum verkjum í líkamanum sem að þeir sem eru með vefjagigt finna fyrir.
Einnig gæti þessi uppgötvun leyst langvarandi spurningar um það hversu margir þjást af miklum verkjum í höndum og öðrum stöðum í líkamanum. Einnig er tekið inní þessa rannsókn, hversvegna kalt veður virðist auka einkennin. Margir sjúklingar þjást einnig af lamandi þreytu.
Taugasérfræðingurinn Dr.Frank L. Rice útskýrði þetta svona: Við héldum áður að þessir taugaendar væru aðeins þáttur af stjórnun á blóðflæði en hér höfum við sönnunargögn um að þessar æðar gætu einnig stuðlað að verkjum í vöðvum og orsakað sársauka. Þetta óreglulega blóðflæði gæti verð uppsprettan af vöðvaveiki,verkjum og þreytu og eflaust tengist þetta uppbyggingu mjólkursýru í líkamanum. Þetta gæti aftur á móti líka stuðlað að ofvirkni í heila.
Núverandi meðferðir við sjúkdómnum hafa ekki fært sjúklingum létti á verkjum. Þær meðferðir sem eru í boði eru deyfandi verkjalyf, lyf við flogum, þunglyndis lyf og ráð eins og að sofa meira og æfa reglulega.
Sjúklingar með vefjagigt líta björtum augum til framtíðarinnar ef lausnin á þeirra sjúkdómi gæti loksins verið fundin.
Margir sjúklingar hafa lýst vonbrigðum í gegnum tíðina því engar lausnir voru nema verkjalyf og önnur lyf sem gerðu lítið gagn.
“ Hvenær munu læknar fatta að þetta er ekki í höfðinu á okkur” sagði einn sjúklingurinn.
“Alltaf þegar eitthvað passar ekki inn í þeirra skilning þá gera þeir lítið úr sjúklingum og segja okkur að við séum geðveik. Fólk hefur þjáðst af þessu áratugum saman og að skrifa upp á lyf eins og SSRI er ekki svarið og heldur ekki aðgerðir á heila eða legnám”.
Með þessari uppgötvun á uppruna sjúkdómsins þá ætti að opnast fyrir betri framtíðar meðferðir fyrir sjúklinga um allan heim og er þeim fagnað og vonandi hefur leyndardómur vefjagigtar loksins verið leystur.
Heimild: Redorbit
Heimild: Womenshealth.gov
Heimild: guardianlv.com
Þýðing: Anna Birgis
Fleiri áhugaverðar greinar á Heilsutorg