Svo virðist sem logar hafi kviknað á milli Blake Shelton (39) og Gwen Stefani (45) og sögusagnir segja að þau hafi hafið sjóðandi heitt samband. Hjónabönd þeirra beggja enduðu um svipað leiti í sumar og hafa þau átt í mestu erfiðleikum með að leyna neistunum sem er á milli þeirra, en þau vinna saman sem dómarar í The Voice þáttunum.
Sjá einnig: Gwen Stefani og Gavin Rosdale eru skilin
Fyrrum eiginkona kántrísöngvarans Blake, Miranda Lambert er langt frá því að vera kát með samband þeirra, enda ekki langt frá því að parið skildi. Gwen og Blake eru í skýjunum með hvort annað og fer það ekki framhjá neinum sem í kringum þau eru.
Sjá einnig: ,,Mig langar til þess að hrista þig!“ – Jessie J er ósátt við einn uppáhalds keppanda sinn í The Voice
Blake ásamt fyrrum eiginkonu sinni Miranda Lambert, en þau skildu í sumar.
Logar: neistarnir á milli Gwen og Blake fara ekki framhjá neinum.
The voice teymið.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.