Sykursýki er mikil plága nú um stundir. Einkum er mikið um að fólk í hinum svokölluðu þróuðu ríkjum á Vesturlöndum fái sykursýki. Það skiptir fólk sem kemur úr fjölskyldum þar sem sykursýki er algeng miklu að það kynni sér leiðir til að draga úr áhættunni að veikjast. Viðhorf fólks og lífsmáti eiga stóran þátt í því hvort það fær sykursýki eða ekki, hvort sem maður gerir þér grein fyrir því eða ekki.
Matarvenjur og hættan á að maður fái sykursýki
Ef maður er í áhættuhópi er slæmt að borða mat sem er fitumikill og mjög sætur. Ef daglegt fæði er með miklum sykri dregur úr getu líkamans að vinna úr sykrinum á réttan hátt. Í líkama fólks með sykursýki er ekki rétt magn af insúlíni til að vinna úr hinu mikla sykurmagni sem það vill hafa og hefur í mat sínum. Þegar líkaminn ræður ekki við að brenna sykrinum og vinna úr honum er komin upp hættuleg staða og nauðsynlegt að leita læknis strax.
Fituríkur matur getur dregið alvarlega út getu líkamans til að vinna á fullnægjandi hátt úr sykrinum. Þetta er flókið ferli en rétt fyrir leikmanninn að taka þessar upplýsingar alvarlega.
Þjálfun skiptir mjög miklu máli
Þetta minnir okkur á hvað æfingin skiptir afar miklu máli. Ef við æfum reglulega verður blóðflæðið um líkamann hraðara og efnaskiptin hraðari en þegar við erum í kyrrstöðu. Skynsamlegar og hæfilegar æfingar hjálpa líkamanum líka að losa sig við eitthvað af aukafitunni. Þetta getur ráðið úrslitum um hvort maður fær sykursýki eða ekki. Ef fólk borðar hollan mat í réttum skömmtum og æfir sig reglulega getur það gert gæfumuninn varðandi það að fá eða fá ekki sykursýki.
Þetta er flókið mál
Að öllu athuguðu er margt sem getur orðið til þess að fólk fær þennan sjúkdóm. Í sumum tilvikum liggur þessi sjúkdómur í ættum og getur verið erfitt að forðast hann þegar svo er. En í flestum tilvikum ræður mataræðið og hreyfingin því hvort maðurinn fær sykursýki eða ekki. Þeir sem hafa stjórn á þessum tveim þáttum eru einfaldlega í góðum málum og ekki líklegir til að fá sykursýki.
Heimildir: diabetes.com