Er Harry prins að hitta þessa stelpu?

Gæti verið að Harry prins sé að hitta kanadísku leikkonuna Mehgan Markle (35)? Meghan leikur í þáttaröðinni Suits og talið er að þau hafi verið að hittast frá því að Harry var í Toronto til að kynna Invictus leikana.

Sjá einnig: Harry bretaprins með mömmu sinni – Myndir

Það sem er að gefa vísbendingar um að þau eigi í ástarsambandi er armband sem bæði Meghan og Harry bera. Hún hefur verið að birta af sér myndir þar sem vel sést í armbandið og þá síðast þegar hún ferðaðist til Oxfordshire.

Talið er að Harry vilji halda sambandinu fyrir sviðsljósinu, en sagt er að hann sé afar hrifinn af Meghan. Hún fór í heimsókn til Harry í enda júní og sást til hennar horfa á tennis á Wimbledon. Hún hefur verið kynnt fyrir Kate og William og líkaði þeim afar vel við hana.

Meghan vill fara hægt í hlutina, því hún hefur verið gift áður, en það sem heillaði Harry mest í hennar fari er að hún starfar mikið við góðgerðarmál eins og hann sjálfur.

 

 

39DEA62800000578-3886786-image-m-30_1477820948776

39DF5D4B00000578-3886786-image-a-57_1477843473017

39E1E36300000578-3886786-image-a-56_1477843441012

39E185B700000578-3886786-Actress_Meghan_Markle_35_may_have_inadvertently_dropped_a_hint_a-m-66_1477840411876

39E185BB00000578-3886786-image-a-73_1477840855704

39E1638F00000578-3886786-Megan_shared_an_image_showcasing_her_bracelet_collection_with_In-a-72_1477840842979

SHARE