Sigga Kling er ekki morgunhani, en færsla dagsins er tekin upp klukkan korter í tíu að morgni og segir Sigga að það sé alveg skelfilega snemmt að hennar mati. „Ég segi alltaf Morgunstund gefur mull í gund því ég er B-mínus týpa. Þess vegna hætti ég snemma í skóla og fór bara í kvöldskóla.“
Sigga gerir allskyns æfingar til þess að eiga góðan dag, dansar, þakkar fyrir allt þetta góða og syngur.
„Svo er eitt með mig á morgnana, en þá er ég maður, eins og þið heyrið. Það er eins og ég sé alveg hryllilega dimmrödduð en svo lagast það þegar líða tekur á daginn,“ segir Sigga Kling.