Söngkonan og tónlistarkennarinn Guðrún Árný Karlsdóttir var að eignast sitt þriðja barn með manni sínum. Hún segir lífið verða skemmtilegra með hverju árinu, er ástfangin og hlakkar til framtíðarinnar. Guðrún svaraði nokkrum spurningum hjá okkur í Yfirheyrslunni.
Fullt nafn: Guðrún Árný Karlsdóttir
Aldur: 33
Hjúskaparstaða: Gift Sveinbirni Enokssyni
Atvinna: Tónlistarmaður og tónlistarkennari,
Í hvaða skóla hefurðu gengið? Var í Öldutúnsskóli Hafnarfirði, fór svo í Flensborgarskólann í Hafnarfirði, þaðan í Listaháskóli Íslands, þar sem ég kláraði tónlistakennaranám.
Hvað ertu að gera þessa dagana? Nú er ég í fæðingarorlofi. Eignaðist litla stelpu 28. janúar. Er að njóta þess að vera með hana heima, en á sama tíma er ég að sinna tónlistinni.
Sjá einnig: Pissaði á mig fyrir framan forsetann – Greta Mjöll í Yfirheyrslunni
Hver var fyrsta atvinna þín? Unglingavinnan í Hafnarfirði
Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Mjólk
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjötbollur, kartöflur og kál. Jebb… í alvörunni.
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Í tónlistarheiminum er það þegar ég var að syngja á Broadway með LeSing. Við vorum nokkur og fórum upp með lyftunni á miðju sviðinu…. Tónlistin byrjaði. Þetta var svaka innkoma hjá okkur en því miður fór það þannig að lyftan stoppaði þegar við vorum svona hálf uppúr gólfinu, hún var þannig inn í svona 1 mínútu af laginu og fór svo aftur niður… Þetta var hrikalegt móment. Alveg ömurlega hallærislegt.
Í hvernig klæðnaði líður þér best? Náttfötum.. en svona hversdagslega vil ég ekki vera of áberandi. Finnst ekkert voðalega gott að vera svakalega fín. Vil vera svona kasual fín
Hefurðu komplexa? Ég er með handakrika komplexa þegar kemur að sjálfri mér. Finnst ekki gott að vera með bera handleggi og þurfa að lyfta höndunum lengi upp í loft.. veit ekki af hverju. Finnst það bara eitthvað óþægilegt.
Ertu ástfangin? Já, ég ætla rétt að vona það 🙂 Við maðurinn minn erum búin að vera saman í 16 ár á þessu ári. Hann er algjör gæi, ungur í anda, skemmtilegur og klár. Frábær pabbi. Lífið verður skemmtilegra með hverju árinu sem líður.
Sjá einnig: Fengu hláturskast á óviðeigandi tíma – Jóhanna Vilhjálms í Yfirheyrslunni
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? hmmmm Þá á ég minn eiginn tónlistarskóla, er enn að syngja, sem tónlist mér til skemmtunar. Fæ börnin mín og barnabörn í mat á sunnudögum 🙂 Ferðast með manninum mínum og rækta blóm og grænmeti í garðinum mínum 🙂
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.