Ísland er talið vera eitt besta land í heimi fyrir konur. BBC gerði heimildarmynd um konur á Íslandi og hvernig það er að vera kona á þessu landi. Í myndinni er farið yfir það hvernig konur og karlar hér á landi skipta með sér fæðingarorlofi og einnig að 40% kvenna verði fyrir kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.