Veðbankinn Bookmakers Coral tilkynnti það í morgun að það væri búið að loka fyrir veðmál á yfirvofandi óléttutilkynningu frá Kate Middleton og Prince William. Þessi ákvörðun var tekin eftir að fjöldinn allur af fjárhættuspilurum lögðu inn veð á skömmum tíma vegna þessarar tilkynningar en yfirmenn veðbankans var farið að gruna að um leka á upplýsingum væri að ræða frá konungsfjölskyldunni.
Þar sem hinn 11 mánaða gamli George nálgast óðum eins árs aldurinn þykir þeim sem veðja fjármunum á hin ýmsu málefni líklegt að George fari að verða stóri bróðir. Líkurnar voru fóru frá því að vera 10 á móti einum yfir í að vera 50 á móti 50 rétt áður yfirmenn Bookmakers Coral lokuðu fyrir þetta í gærkvöldi.
Heimildamaður breska Marie Claire vill meina að fleiri en einu verði fagnað í konungshöllinni næsta þriðjudag og telja því margir líklegt að um þungun Kate Middleton sé að ræða.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem orðrómur um að Kate sé þunguð fari af stað en nú virðast fleiri erlendir slúðurmiðlar taka í sama streng og vilja meina að klæðaburður Kate sýni að hún hafi eitthvað að fela.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.