Er lausnin að losa sig við vigtina?

Síðustu ár hef ég átt í mjög svo flóknu sambandi við líkamann minn, þar til fyrir rúmu ári síðan. Suma daga náði ég að samfæra mig um að það væri í lagi að vera með aukakíló og þann næsta fór ég á netið til að skoða hjáveituaðgerðir og megrunarkúra.

Ég snéri hinsvegar blaðinu við fyrir rúmu ári síðan þegar ég stóð sjálfan mig að því að grenja yfir tölunni sem birtist á viktinni, sem ég skildi ekki af hverju mér fannst ekkert passa við líkamann minn. Samkvæmt BMI stuðli er ég í bráðri offitu en satt best að segja er ég í stærð 14-16 sem mér fannst nú ekki það hrikalegt. Ég var því í stanslausum barningi við sjálfan mig að sannfæra mig um að ég liti ágætlega út en svo í hvert skiptið sem  ég sá þessa tölu á viktinni hugsaði ég með mér að ég hlyti að vera mikið feitari en ég sá í speglinum. Einskonar öfug anorexía.

Ég hef alveg frá því ég man eftir mér hugsað mikið um útlitið, verið mjög meðvituð um það hvað það er að vera með aukakíló og ég hef oftar en einu sinni fengið þá spurning síðan ég snéri blaðinu við „Hvernig ferðu að því að vera svona sjálfsörugg?“ Eins og fólk með aukakíló hafi ekki ástæðu til að brosa eins og hinir sem passa í staðlað form? Það er prentað inn í okkur að aukakíló séu af hinu illa. Að fólk með aukakíló eigi við vandamál að stríða og þar að leiðandi dæmum við og ég gerði það sjálf. Ég vil vekja athygli á að þegar ég tala um aukakíló þá er ég að tala um 10-30 kg en ekki manneskju sem á erfitt með dagleg störf vegna ofþyngdar.

Hér er svarið mitt til þeirra sem skilja ómögulega hvernig hægt er að vera ánægður með sig þegar að maður er með mjúkar línur.

Ég tók meðvitaða ákvörðun að hætta að vigta mig. Ég komst að þeirri niðurstöðu að sama hvað vigtin segir olli hún mér alltaf vonbrigðum. Þegar ég léttist vildi ég léttast meira, þegar ég stóð í stað fannst mér ég feit og þegar ég hafði tekið vel á því og þyngdist þá hrundi heimurinn. Það var því enginn leið að gera þetta augnablik ánægjulegt, svo frekar en að kvelja mig reglulega með því að stíga á viktina ákvað ég að fylgja innsæinu, og það var þá þegar mér fór að líða töluvert betur með sjálfa mig.

Um leið og ég losnaði við einhverja tölu úr hausnum á mér sem ég vildi lækka og fór að leggja áherslu á það hvernig mér leið með sjálfan mig fór ég að vera meðvitaðri um það hvað ég var að borða og hvernig mér leið líkamlega. Ég held að það óhollasta sem við gerum sé að borða með samviskubit og það var eitthvað sem ég gerði nánast daglega þegar að vigtin var inni á baði hjá mér.

Að sjálfsögðu koma slæmir dagar eða jafnvel vikur, en þá veit ég að það er ekki af því að ég er óánægð með einhverja tölu heldur einfaldlega af því að ég hef verið að borða eitthvað sem lætur mér líða illa. En slæmu dögunum hefur fækkað gríðarlega og ég er margfalt ánægðari og öruggari með sjálfa mig en ég var fyrir rúmu ári síðan þegar ég var í stanslausu stríði við tölur. Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég er þung og mér hefur sjaldan liðið jafn vel með mig. Það mætti segja að ég sé frelsuð frá vigtinni.

Ég mæli því útlitið mitt ekki eftir vigt eða með málbandi, heldur hlusta ég á líkamann minn og hann segir mér sjálfur hvernig staðan er. Það er enginn vigt sem fær að segja mér hvernig mér á að líða með útlitið mitt. 90% af fegurðinni kemur að innan, sú kona sem er sátt í eigin skinni fær ósjálfrátt einhvern ljóma og kynþokka sem heillar alla í kringum sig.

Ást og aukakíló

Gerður Arinbjarnar http://credit-n.ru/offers-zaim/migcredit-dengi-v-dolg.html http://credit-n.ru/offers-zaim/srochnodengi-online-zaymi.html

SHARE