Ó, undirhakan – eitthvað sem margir væru til í að vera lausir við. Ásamt hrukkunum í kringum augun. Á enninu. Hálsinum. Og allsstaðar annarsstaðar.
Núna heyrir hin hvimleiða undirhaka jafnvel sögunni til – ef að Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna sýnir miskunn og gefur leyfi fyrir nýju lyfi sem draga á úr fitusöfnun á þessu svæði.
Lyfið, Deoxycholic acid, kemur á sprautuformi og er því sprautað beint í hökuna. Lyfið ræðst á himnur fitufrumna og eyðileggur þær. En að sjálfsögðu fylgir böggull skammrifi og undirhakan hverfur ekkert án sársauka. Aukaverkanir lyfsins eru margvíslegar – bólgur, sársauki, marblettir og allskonar óþægindi. Einnig hafa komið fram áhyggjur þess efnis að fólk kunni að misnota lyfið og sprauta því á allt aðra staði en beint í hökuna.
Tengdar greinar:
Fitusog – Allar helstu upplýsingar
Svona er dregið úr fitumagninu í matnum
Mýtur, ályktanir og staðreyndir um offitu