Svo lítur út fyrir að Megan Fox (29) sé ófrísk af sínu þriðja barni. Þetta kemur á óvart þar sem Megan og Brian Austin Green (42) standa í skilnaði, en þau sóttu um hann í ágúst í fyrra.
Það hefur hinsvegar vakið athygli að Megan og Brian hafa sést á vappinu saman í Los Angeles að undanförnu, bæði bara tvö og svo með börnin sín tvö, Noah (3) og Bodah (2).
Megan kom á rauða dregilinn í gær á CinemaCon og leit óaðfinnanlega út að venju þar sem hún stillti sér upp með meðleikara sínum Will Arnett.
Þá er bara vonandi að Megan og Brian hafi fundið lausn á sínum málum og séu bara í skýjunum með nýja væntanlegan fjölskyldumeðlim. Er það ekki bara?