María Birta Bjarnadóttir á verslunina Maníu auk þess sem hún er leikkona og fallhlífarstökkvari en hún er núna í Los Angeles að stökkva. María Birta gaf sér þó tíma til að svar nokkrum spurningum hjá okkur í Yfirheyrslunni
Fullt nafn: María Birta Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Hjúskaparstaða: Já!
Atvinna: Leikkona og verslunareigandi
Hver var fyrsta atvinna þín? Ég vann við að týna arfa
Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Já, ég gekk einu sinni alltaf í öllu bláu, svona sægrænbláu
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Kannski ekki til grafar, en næstu tugina
Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Nei, Villi hjá Rauðhettu myndi aldrei gera mér það að gera eitthvað ljótt svo ég er alltaf glöð
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei, en ég býst við að annað fólk geri það hjá mér.
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Gaf manni high-five sem að ætlaði ekkert að gefa mér high-five heldur manninum fyrir aftan mig
Í hvernig klæðnaði líður þér best? Ræktarfötum
Hefurðu komplexa? Já, fullt!
Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Það finnur enginn til í annars hjarta
Vefsíðan sem þú skoðar oftast? visir.is
Seinasta sms sem þú fékkst? You up elskan?
Hundur eða köttur? Hundur
Hefurðu brotið lög? Ég braust inní flugvél í Florida.
Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei, ekki í brúðkaupi
Hefurðu stolið einhverju? Nei, ekki svo ég viti
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég vildi óska þess að ég hefði á einhverjum tímapunkti fengið mér dredda, því nú er ég orðin of gömul fyrir þannig.. eða hvað!?
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég sé mig fyrir mér nálægt miklu vatni, hugsanlega karabíska hafinu
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.