Geturðu hætt í miðjum tölvuleik til að sinna þínum nánustu? Lokað Facebook, Instagram og Snapchat hvenær sem er? Ef ekki, getur verið að þú hafir þróað með þér tölvufíkn? Eða nota sýndarveruleika til að flýja raunheima.
Ég velti því fyrir mér hvar raunveruleikinn og sýndarveruleikinn rekast á og hvar eru mörkin þarna á milli? Erum við að tapa raunveruleikaskyninu með því að vera of mikið í sýndarveruleika.
Koma börnin á undan Facebook eða þurfa þau að bíða?
Fær makinn þinn alvöru nánd eða fara samskipti fram í gegnum netið?
Manstu yfirhöfuð hvenær þú áttir raunveruleg samskipti? Kíktir í kaffi til vinar eða áttir rómókvöld án síma og tölvu með makanum þínum. Eða hvenær fjölskyldan spilaði eina kvöldstund eða fór í göngutúr. Átti kvöldstund eða heilan dag án sýndarveruleikans.
Hvenær tókstu utan um makann þinn? Hvenær knúsaðir þú börnin?
Sjálf hef ég staðið mig að því að eyða endalaust mörgum klukkutímum í ekkert á netinu, bara hangið á Facebook og öðrum miðlum, jú jú alveg verið að tjatta í gegnum skilaboðagluggann og talið mig vera að eiga eðlileg samskipti.
Oft hef ég hugsað með mér að ég sé fangi sýndarveruleikans þar sem hann gefur mér þær upplýsingar sem ég þarf og tekur af mér hvatann til að lifa í raunveruleikanum. Ég hef gerst sek um að vera fjarlæg og annars hugar í tölvunni og þannig sent mínum nánustu þau boð að tölvan komi fyrst svo þau. Þokkalega stór höfnun sem maður sendir sínum nánustu þegar sýndarveruleikin er í fyrsta sæti og fólkið í öðru.
Staðreyndin er sú að það getur enginn breytt minni hegðun nema ég sjálf og ég þarf að forgangsraða fólkið mitt nr 1 og talvan nr 2.
Ég, fyrir mitt leiti, hef sett það sem eitt af markmiðum ársins 2018 að sinna fólkinu mínu betur og eiga fleiri alvöru gæðastundir með því, taka frekar upp tólið og hringja frekar en tjatt á Facebook. Hætta að hanga í símanum í tíma og ótíma og alls ekki þegar ég hitti fólk.
Ég vil eiga raunveruleg samskipti við mitt fólk og sýna þeim kærleikan í verki, bara vera alvöru ?
Ég vil að sama skapi finna að ég skipti meira máli en einhver sýndarveruleiki á netinu.
Hvet ykkur til að skoða hver ykkar staða er þarna, ég veit að ég þarf að taka mig á það byrjar núna!
Sjáumst hress og í raunheimum.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!