Tom Hiddleton (35) hefur verið einn af þeim sem koma mögulega til greina í hlutverk James Bond í töluverðan tíma núna en eftir að hann byrjaði með Taylor Swift virðist vera að hann hafi ekki lengur áhuga á því að taka að sér þetta goðsagnakennda og tímalausa hlutverk.
Tom og Taylor hafa verið óaðskiljanleg frá því þau byrjuðu að hittast í byrjun sumars, en þau sem eiga þátt í að gera James Bondmyndirnar eru ekki hrifnir af þeirri athygli sem Taylor Swift er að veita leikaranum og er því afar hæpið að hann fái hlutverkið nema hann hætti með Taylor.
Sjá einnig: Tom Hiddleton vill eyða lífi sínu með Taylor Swift
Vinir hans hafa verið að ýta á hann að taka við hlutverkinu, uppá feril hans að gera, en þrátt fyrir að mörgum okkar finnist ekkert að því að velja ástina fram yfir vinnuna, þykir ekkert óeðlilegt að velja kvikmyndahlutverk fram yfir að eyða tíma með ástvini í Hollywood.
Tom hefur nú flogið til Ástralíu til að leika í komandi kvikmynd, en Taylor varð eftir í Los Angeles til að ganga frá lausum endum vegna þess að hún var að kaupa hús. Vinir Tom vona að hann noti þann tíma sem þau eru ekki saman til þess að endurskoða tilboðið frá þeim hjá 007 útsendurum. Tom hefur látið orð vina sinna eins og vind um eyru þjóta og hefur engann áhuga á því að hætta að vera með Taylor fyrir hlutverkið.
Sjá einnig: Taylor Swift litaði hárið fyrir Tom
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.