Nútímarannsóknir segja okkur að margt af því sem okkur hefur verið sagt að væri meinhollt er bara alls ekkert hollt.
Margt af því sem við teljum okkur vita með vissu eru bara sögusagnir. Okkur er sagt eitthvað meðan við erum krakkar og það er margendurtekið og áður en maður veit er sagan orðin „heilagur sannleikur“. Margt af því sem sagt er um líkamsrækt er jafn mikið rugl og sögusagnir um ýmislegt annað sem okkur hefur verið sagt. Hvort sem um er að ræða almannaróm sem hefur verið á sveimi öldum saman eða bara einhver ný þekking er það svo að margt af því sem við höfum fyrir satt er víðs fjarri veruleikanum. Nú verður fjallað um nokkrar „staðreyndir“ um líkamsrækt sem eru satt að segja bara alls ekki endilega réttar.
1. Þú mátt ekki fara í sund eftir að þú borðar fyrr en eftir klukkutíma
Sú saga að meltingarfærin taki til sín svo mikið blóð að lokinn máltíð að útlimirnir sem maður notar í sundi fái ekki nægilegt blóð – fólk geti fengið krampa og jafnvel drukknað- er tómt rugl. Við erum vel þróuð tegund og erum með alveg nægilegt blóð til melta fæðuna og hreyfa okkur í einu. Þetta hefur verið rannsakað og vitað er um mjög fá tilvik þar sem fólk hefur drukknað skömmu eftir að það borðaði (innan við 1% tilvika). Ykkur er alveg óhætt að fara í sund eftir venjulega máltíð en passið ykkur á kokteilum. Í lögregluskýrslum um slys í vatni ( drukknun eða önnur slys) segir að vín komi við sögu í nærri helmingi þeirra.
2. Maður verður að taka því rólega í dálítinn tíma eftir æfingu
Flestir þjálfarar segja fólki að hvíla sig eftir æfingu til að koma í veg fyrir harðsperrur og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig. En í The New York Times segir að ekki sé með athugunum hægt að sýna fram á að þessar hugmyndir séu réttar. Fólk getur fengið verki í fætur og smávægilegan svima að lokinni æfingatörn en venjulega lagast það ef gengið er um rólega í smástund.
3. Þú verður að teygja áður en þú byrjar að æfa
Þetta er eitt af boðorðunum. En nú hefur orðið þó nokkur viðsnúningur á þessari hugmynd. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á að teygjur hafi nokkur áhrif á það hvernig vöðvarnir bregðast við æfingum og þær virðast ekki heldur koma í veg fyrir meiðsl við æfingar. Sumir sem um þetta fjalla ganga svo langt að segja að teygjur á undan æfingum geti skaðað frekar en hitt.
4. Það verður að vera sárt
Þessi viska er komin frá Jane Fonda. Hún gerði mörg myndbönd og sagði við áhorfendur og áhangendur sína að þeir yrðu finna til og hvatti þá áfram með þessari hugmyndafræði. En kunnáttumenn eru ekki sammála henni. Það getur verið í lagi að finna til smáóþæginda eða vera bara þreyttur á æfingunum en að segja fólki að það verði að finna til sársauka meðan það er að æfa er út í hött. Ábyrgir kunnáttumenn um líkamsrækt segja fólki að gera ekki æfingar sem valda því sársauka. Maður á að beita skynsemi en ekki offorsi við æfingar.
5. Það er gott að fá sér próteinnstöng eða drykk eftir æfingu
Það er mikilvægt að fá sér vökva eftir æfingu, ásamt orku og próteini. Þess vegna tekurr fólk oft það sem er hendi næst, prótínstöng eða orkudrykk sem er satt að segja lítið annað en ruslfæði sem hefur fengið góða auglýsingu. Fáið ykkur frekar hollan bita sem gerir eitthvað fyrir ykkur eins og t.d. epli og hnetusmjör eða hálfa beyglu með hummus og þannig fáið þið það sem þið þurfið og færri hitaeiningar.
6. Þú verður að fá þér orkudrykk til að vinna upp……………..
Ef fólk er að hlaupa maraþonhlaup eða æfa mjög mikið í meira en klukkustund í einu geta efni sem bætt er í vatnið sem það drekkur verið ágætt. En ýmsir sérfræðingar vara við því að fólk sem æfir tiltölulega lítið (innan við 30 mín. í einu) sé að drekka vatn með ýmsum viðbættum efnum. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að drekka- vatn. Trúið ekki auglýsingunum um kraftaverka-orku-drykkina!
7. Konur verða „massaðar“ af að lyfta.
Uppbólgnir vöðvar á fólki sem stundar líkamsrækt eru búnir til með lyftingum, sérstöku mataræði og hormónum sem fólkið neytir. Konur eru ekki með nægilegt testósterón til að fá svona vöðva með því einu að lyfta. Þetta hefur verið sannað með rannsóknum.
8. Kynlíf er mjög góð líkamsæfing
Kynlíf er stórgott en ekki sem líkamsæfing. Þegar fólk stundar kynmök brennir það u.þ.b. 300 hitaeiningum. Þegar betur er að gáð er þetta ekki neitt sétstakt. Maður sem 75 kg brennir u.þ.b. 250 hitaeiningum í klukkustundar áköfum ástarleik. Athuganir hafa leitt í ljós að yfirleitt standa kynmökin ekki lengur í einu en tæpar sex mínútur og þá hefur u.þ.b. 20 hitaeiningum verið brennt. Þó að kynmök hafi margt til síns ágætis eru það bara hinir úthaldsbestu elskendur sem brenna einhverjum hitaeiningum að ráði í ástarleikjum.
Heimildir fengnar af veraldarvefnum