Holly Simon hefur aldeilis hrært upp í fólki þessa vikuna. Hún gerði það með því að setja inn færslu á Facebook þar sem hún segist vera þakklát fyrir að fá að laga til eftir manninn sinn.
Við þýddum þessa færslu hennar eftir bestu getu:
Á hverjum degi tek ég handklæði frá honum af gardínustönginni hjá okkur og hendi því á snaga inni á baði. Ég geng frá gelinu hans aftur ofan í skúffu, en það er nokkrum sentimetrum frá því að vera á sínum rétta stað. Ég loka öllum skápum og skúffum eftir hann og týni upp að minnsta kosti tvö skópör um húsin.
Þegar ég var yngri (með smábörn og ung börn) fór þetta mjög mikið í taugarnar á mér. „Hef ég ekki nóg með að vera að taka til eftir börnin allan daginn!“ Ég var mjög bitur yfir þessu.
Þessir litlu hlutir eru samt tákn um veru hans á heimilinu. Hvað ef þessir hlutir væru ekki svona á hverjum degi? Hvað myndi þá líka vanta? Hláturinn hans, hlýju og leiðsögn? Hversu margar konur og börn lifa við þann veruleika?
Slóðin eftir hann á heimilinu táknar að ég á eiginmann sem kemur heim. Ég er ekki að eyða lífinu ein og er ekki ein að ala upp dætur okkar.
Það gefur ástæðu fyrir þakklæti, en ekki pirring <3 Ef þú ert í þessu skapi systir, andaðu djúpt, það eru margir í sama pakka. Og þú ert mjög líklega þreytt. Mundu bara að þetta er ekki byrði, heldur gjöf til þín. <3
Þið getið rétt ímyndað ykkur hverskonar útreið blessuð konan hefur fengið á samfélagsmiðlum. Á færsluna hafa verið sett yfir 7000 athugasemdir sem hafa margar hverjar verið neikvæðar.
Ein færslan sagði til að mynda:
Wow.. so you married a baby who can’t close a fucking drawer..?? Congratulations. You’re his mom now..
Annað var svona:
No ma’am. That’s a grown man he needs to pick up after himself there’s a million things to miss being a slob isn’t one.
Hér má sjá færsluna frá Holly og athugasemdirnar sem henni fylgdu: