Er þetta ferlið sem mun fara með Facebook? – Myndband

Í meðfylgjandi myndbandi fjallar Derek Muller eigandi síðunnar Veritasium á Facebook um það sem að hans mati er helsti galli Facebook og það sem mun verða síðunni og af hverju og hvernig við notum hana að falli.
Staðreyndin er sú að Facebook er að fela hluti fyrir okkur notendum. Þegar við setjum eitthvað á vegginn okkar sér aðeins hluti vina okkar það, en ekki allur vinahópurinn okkar. Ef að enginn vinur okkar likear eða kommentar við það sem að við deilum fær það minni athygli og og dreifingu og hverfur á endanum.

Með þessu muni fréttaveitan okkar á endanum samanstanda af þeim vinum sem að við erum hvort eð er í mestum daglegum samskiptum við og efni sem fær mesta dreifingu og athygli á facebook eins og barnamyndir og brúðkaup. En um 1500 póstar herja daglega á hinn hefðbundna notanda á Facebook.

Derek segir sérstakt að fyrirtæki eins og hans eigið þurfi að greiða fyrir að póstar birtist því fólki sem hefur þegar ákveðið að það vilji fylgjast með síðunni og því efni sem þar er dreift með því að gera like við síðuna hans.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”l9ZqXlHl65g”]

SHARE