Er þetta hættulegasti slóði heims? og þú getur ekki giskað á hvar hann endar! – myndir

Í Kína rétt fyrir utan bborgina Xi´an er fjall sem heitir Hua Shan, við rætur þess er steinstigi sem kallaður er Himnastiginn (The Heavenly stairs) og liggur hann lengst upp í fjallið og ekki hægt að sjá hvar hann endar.  En það endar ekki hér, stiginn leiðir vegfarendur að hættulegasta slóða heims, Hua Shan planka slóðin. Plankaslóðin liggur hátt upp í fjallið. Hér er enginn sem segir þér að nota öryggisbúnað, þó að mælt sé sérstaklega með því. Slóðin er stórhættuleg en stórkostleg, en það sem að bíður þín við endann er eitthvað sem þú átt ekki von á.

Himnastiginn sjálfur er alveg til í að draga úr manni kjarkinn, þó að hann sé fallegur (hér myndi ég bara setjast niður og slappa af).
huashan
Hann er þó auðveldasti hluti slóðans

huashan2

 

Þrátt fyrir allt þá er fullt af fólki sem labbar slóðann.huashan11

Á leiðinni gengur þú framhjá þorpum og húsum í fjallshlíðinni.
huashan3

Þegar þú ert kominn nógu hátt upp getur þú tekið kláf sem flytur þig yfir í suðurhlíðina þar sem að plankaslóðin bíður.

huashan4

Það er hér sem slóðin verður hrikalega hættuleg með aðeins planka til að ganga eftir og keðjur til að halda þér í.

huashan5

 

huashan6

huashan7

huashan8

Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að þú dettir.

huashan9

 

Á sumum stöðum verður þú að klifra.
huashan10 huashan13

Já nei takk, sama og þegið!

huashan14huashan15 huashan16

 

Ef að þú ert nógu hugrakkur til að halda áfram á leiðarenda, þá býður þín nokkuð stórkostlegt við leiðarenda.

huashan17

huashan18

 

Á toppi suðurhlutans er musteri sem breytt hefur verið í tehús.

huashan12

Þúsundir manna klifra þennan hættulegasta slóða heims til að enda á tehúsi. Þannig að annaðhvort er fólk mjög hrifið af tei eða hættulegur klifri, eða bæði jafnvel. Allavega þetta hlýtur að vera gott te!
huashan19

 

 

SHARE