Er vitleysa að þvo þvottinn á 40 gráðum? Rannsókn sýnir fram á að bakteríum fækkar aðeins um 14%

Er eitthvert gagn í að þvo þvott á 40˚? 

 

Vel má vera að það sé umhverfisvænt að þvo þvottinn á 40˚ en það drepur ekki bakteríurnar. Samkvæmt rannsókn sem var gerð á árangri þvotta fækkar bakteríum mjög lítið þegar þvottur er þveginn við  40˚. Saurgerlar voru mjög áberandi.

Rannsakendur notuðu barnaföt við rannsóknina og voru föt sem höfðu verið þvegin við 40˚ og föt beint úr þvottakörfunni rannsökuð.

Við rannsóknina kom í ljós að í ýmsum mjúkum leikföngum barna var hvað mest af saurgerlum en nærföt barnanna voru með fjölbreytilegustu bakteríunum. Einnig komust rannsakendur að því að mikið var af bakteríum í samfellum ungbarna og bolum af börnum en minna í koddaverum og utanyfirbuxum barnanna.

 

Fólk ætti að vara sig á því að þó þvotturinn líti út fyrir að vera hreinn og lykti vel er hann hvorki hreinn né heilnæmur ef hann var þveginn við 40˚. Það er ekki nóg til að drepa bakteríur og gerla að þvo þvottinn bara einhvern veginn. Lágt hitastig býr einfaldlega til bakteríusúpu í þvottavélunum okkar og allur þvotturinn smitast.

Það getur vel verið að það sé gott fyrir fötin og umhverfi okkar að þvo þvottinn við lágt hitastig en það þarf ekki að vera gott fyrir heilsu okkar. Ýmsar bakteríur og gerlar þola vel hita undir 60 gráðum og eykur það á smithættu. Það er mikilvægt að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að þessar „pöddur“ geti dreift sér.

 

Dr Pixie McKenna, heimilislæknir telur mikla þörf á að bæta nútíma þvotta“menningu“.

Í rannsókninni kom líka í ljós að í tveim matskeiðum af afgangsvatni úr þvottavélum eru um milljón bakteríur. Þær lifa líka góðu lífi í þvottavélunum og eru til taks þegar næst er þvegið í vélinni. Þetta þýðir t.d. að þó viskastykki séu ekki þvegin með undirfötum eru bakteríurnar til staðar.

 

Fólki er ráðlagt að láta vélina ganga án nokkurs þvottar á 90 gráðum eða meira a.m.k. einu sinni í mánuði. Einnig er fólki ráðlagt að hafa vélina opna svo að loft geti leikið um belginn. Þá er ráðlagt að þvo sængurfatnað og nærföt sitt í hvoru lagi, handklæði og þvottastykki sér og aðskilin frá eldhúsdóti.
Heimild

SHARE