Erótískar fantasíur fatlaðra í seiðandi og áleitinni myndaseríu

Fatlaðir einstaklingar og fólk með „öðruvísi” líkama; heilbrigðar kynverur með næsta náttúrulegar hvatir sem búa yfir einlægri löngun til að elska og vera elskuð, en verða fyrir aðkasti sökum einstrengingslegra og yfirborðskenndra viðhorfa til fegurðar eru viðfangsefni hrífandi ljósmyndaseríu sem ítalski ljósmyndarinn Olivier Fermariello festi á filmu fyrir skemmstu.

Ljósmyndaserían, sem ber heitið Je t’aime moi aussi á frönsku, en orðin merkja Ég elska þig líka á íslensku, er hárbeitt ádeila á fordóma hins almenna borgara gagnvart þeim einstaklingum sem öðruvísi eru en æskilegt má telja samkvæmt vestrænum fegurðargildum, en Olivier segir miður algengt að þeir einstaklingar sem eru fatlaðir glími í daglegu lífi við höfnun, hunsun og afneitun vegna líkamlegra annmarka sinna.

slide_364810_4138352_free

Olivier segir einnig nauðsynlegt að vekja máls á vandanum þar sem fatlaðir einstaklingar séu oft „færðir úr augsýn venjulega fólksins” til að „valda ekki öðrum óþægindum; koma ekki umhverfinu úr jafnvægi.”

Í mínum augum orka líkamlegar fatlanir sem samfélagslegur spegill. Allflest föllum við undir 99% hópinn, þann hluta þjóðfélagsins sem ekki er bundinn minnihlutanum; fallega fólkinu. Engu að síður er fjölbreytileikinn ógn í augum margra þar sem annmarkar okkar endurspegla ófullkomleika mannskepnunnar. Þegar kynlíf og fatlanir eru svo uppi á teningnum, verðum við gjarna vandræðaleg og flest okkar forðast að vekja máls á umfjöllunarefninu. Fjölbreytileikinn og þar af leiðandi fatlanir líka, snerta okkur hins vegar öll á einhvern máta og öll þurfum við, sem meðlimir samfélagsins, að snúa vörn í sókn gegn fordómunum með því að fara frjálslega með umræðuna, opna á þá staðreynd að fatlað fólk eru líka kynverur. Við þurfum að vaxa upp úr þeim barnalegu viðhorfum að einungis fallega fólkið upplifi eðlilegan kynferðislegan losta.

slide_364810_4138354_free

Sjálfar fyrirsæturnar eru venjulegir einstaklingar sem Olivier ljósmyndaði í daglegu umhverfi þeirra sömu, en hann auglýsti í byrjun eftir þáttakendum gegnum ítalskan umræðuhóp sem snýst um nánd og fötlun og svörin létu ekki á sér standa. Sá tími sem fór í undirbúning var talsverður en til að geta fest innstu þrár og langanir þeirra sem ljáðu verkefninu lið eyddi Olivier dögum, vikum og jafnvel mánuðum með hverjum og einum þáttakanda áður en af verkefnu varð.

slide_364810_4138358_free

„Ég leitaði uppi og fann einstaklinga sem hreinlega biðu áheyrnar. Fyrirsætur mínar höfðu lengi vel óskað áheyrnar og öll eiga þau það sameiginlegt að vilja vekja máls á staðreyndum sem samfélaginu finnst óþægilegt að hlýða á. Fatlað fólk hefur eðlilegar kynlanganir rétt eins og heilbrigðir einstaklingar. Um það snýst myndaröðin; að varpa ljósi á þá staðreyndir að fatlaðir lifa og þekkja erótískan veruleika og fantasíur, eitthvað sem flestir kjósa að líta framhjá – sér í lagi á Ítalíu.

Ljósmyndaseríuna sjálfa skoða í heild sinni á vefsíðunni Photographic Museum of Humanity. Áhugasömum má einnig benda á afar fróðlegan íslenskan pistil sem birtist fyrir skömmu á bloggsvefnum TABÚ sem haldið er úti af þeim Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur og Freyju Haraldsdóttur og ber heitið 24 HLUTIR SEM VIÐ HEFÐUM VILJAÐ VITA UM KYNLÍF ÞEGAR VIÐ VORUM FIMMTÁN ÁRA

 

slide_364810_4138360_free

 

 

slide_364810_4138362_free

 

 

slide_364810_4138350_free

 

 

slide_364810_4138348_free

 

 

slide_364810_4138344_free

 

 

o-JE-900

SHARE