Ert þú búin/n að fá þér fyrsta kaffibollann í dag?

Í bókinni “Fyrirboðar, tákn og draumaráðningar” eftir Símon Jón Jóhannsson sem kom út hjá Veröld árið 2007 segir meðal annars um kaffi og kaffidrykkju:

* Sá sem lætur rjómann í kaffið á undan sykrinum giftist ekki næstu 7 árin.
* Þeir sem drekka mikið kaffi verða geðvondir.

Kaffi2

* Þegar kaffibolli dettur og brotnar er von á gesti. Brotni bollinn ekki, verður þeim sem missti hann boðið í brúðkaup áður en langt um líður.
* Þeir sem fá óvart “þrælapar”, ósamstæðan bolla og undirskál, giftast tvisvar eða halda framhjá.

 

Kaffi3

* Sá sem biður um hálfan bolla af kaffi í viðbót en fær fullan, hann giftist ekki.
* Þeir sem biðja um hálfan bolla og fá hann, gifta sig áður en langt um líður.

Kaffi4

* Að sjá kaffi eða kaffibaunir í draumi boðar óhamingju. Kaffi með brauði er þó sagt fyrirboði um góðan afla.
* Dreymi menn að þeir kaupi sér kaffi eða mat á kaffihúsi er það góðs viti. Allt mun ganga velá öllum sviðum.

Kaffi5

SHARE