Orðið frjáls hefur mismunandi merkingu fyrir okkur öll. Við höfum öll frelsi í lífi okkar að einhverju leyti, en fyrir suma er frelsi eitthvað sem er varla til í orðabók þeirra. Þó að við höfum fjárhagslegt frelsi, gæti verið að við höfum ekki tilfinningalegt frelsi og þjáumst því af kvíða eða depurð. Ef við höfum frelsi í atvinnu okkar, höfum við jafnvel ekki líkamlegt frelsi, svo sem að vera með sjúkdóma og lélega líkamlega heilsu. Það getur reynst okkur erfitt að koma öllu frelsinu okkar á réttan stað, svo ef þú ert að velta fyrir þér hversu frjáls þú ert, skoðaðu þá hvort eitthvað af þessu eigi við þig.
1. Þig kvíðir ekki fyrir neinu.
Það er erfitt að líða eins og þú sért frjáls þegar þú vaknar upp á morgnanna og kvíðinn hellist yfir þig, til dæmis vegna þess að þú þurfir að fara í vinnuna, eða einhver ömurlegheit varðandi vandræði í sambandinu þínu. Frjálst fólk finnur sjaldan fyrir þessum tilfinningum. Þau annað hvort eyða því sem hentar þeim ekki eða þau breyta hugsunum sínum varðandi það mál.
2. Að ávanar þínir þjóni þér eitthvað.
Það er munur á því að hafa ávana og að hafa fíkn. Manneskja sem í raun frjáls mun alltaf hafa ávana sem þau meðvitað gera, eins og að hreyfa sig á vissu vegu og njóta þess. Það er ekkert athugavert við það, en skemmandi ávanar eins og að reykja, borða skyndibita eða að eyða tíma með fólki sem er ekki gott fyrir þig er ekki frelsi. Frjálst fólk hefur viðurkennt fyrir sjálfu sér að þessir hlutir eru skemmandi fyrir þau og gera eitthvað í því.
3. Þú tekur þínar eigin ákvarðanir.
Ef þér líður eins og þú getir ekki tekið þínar eigin ákvarðanir, getur verið erfitt að líða eins og þú ert frjáls. Frjáls manneskja mun hunsa neikvæða dóma frá öðrum af því að þau vita hvað er best fyrir þau sjálf. Þau forðast einnig að hleypa ágengu og yfirgnæfandi fólki að sér og leyfa því að hafa vald yfir sér og frjálst fólk gefur ekki undan hópþrýstingi sem þjónar þeim engum tilgangi.
4. Þú ert full/ur af orku.
Orkuleysi er nokkuð sem kemur í veg fyrir þitt líkamlega frelsi. Þau sem eru frjáls auka orku sína á þá vegu sem þau njóta einna mest. Þau eru ekki endalaust að klára orkuna sína, því þau endurhlaða sig alltaf reglulega. Það getur verið mismunandi eftir einstaklingum hvernig þau kjósa að auka við orku sína, en það er mikilvægt að halda orkunni upp og láta ekki aðra hafa neikvæð áhrif á hana.
5. Þú hefur trú á eigin verðleikum.
Ef þú trúir því að þú getir náð markmiðum þínum, munt þú fresla þig svo að þú getur í rauninni haldið áfram í áttina að þessum markmiðum. Ef þú efast um getu þína, mun þér líða eins og þú getir ekki reynt eða eins og að þú hafir ekki rétt á því að reyna. Frjálst fólk er meðvitað um styrk sinn og veikleika og spila eftir því til að áorka það sem það vill úr lífinu. Þau eyða ekki tíma í að svíkja sjálfa sig yfir mistökum sem þau hafa gert og geta horft á mistök sín sem lærdóm.
6. Þú ert fjárhagslega stöðug/ur.
Að vera fjárhagslega stöðugur er ekki byggt á því hversu mikla peninga þú þénar. Það veltur frekar á tilfinningum þínum gagnvart peningum. Frjálst fólk getur virkilega lifað á háum tekjum eða á mjög lágum tekjum. Burt séð frá tekjum fólks, þá ráðaum við hverju við viljum hafa efni á, í stað þess að stressa okkur yfir því hvað við höfum ekki efni á. Frjáls manneskja finnur ekki þörf fyrir að eyða um efni fram til að vera sátt með lífið.
7. Þú biður um aðstoð frá öðrum.
Þú lætur það kannski líta út fyrir að þú þurfir ekki á hjálp frá öðrum að halda, en raunin felst frelsi í því að fá hjálp frá öðrum. Sannarlega frjálst fólk mun biðja um aðstoð til þess að betrumbæta sjálft sig eða biðja um aðstoð án þess að finnast það vandræðalegt eða skammarlegt. Það er frelsi í því að neita sér ekki um hjálp frá öðrum, því frjálst fólk lætur stoltið ekki stjórna sér.
8. Þú hefur frítíma.
Það væri ekkert frelsi ef þú hefðir engan frítíma. Þó að dagskráin þín sé þéttskipuð, þá getur hún verið þéttskipuð af hlutum sem þig bæði langar til að gera og ætlar þér. Það er jafnvel hægt að telja þetta sem frítíma vegna þess að þú ert að gera það sem þú ákvaðst að gera. Frjáls manneskja mun deila tíma sínum jafnt á milli vinnu og frítíma án þess að velja of mikið af hvoru.
9. Þú þekkir sjálfa/n þig.
Frelsi felst í því að gera það sem þig langar og lifa eins og þú óskar, þá er sjálfsþekking frelsi. Frjálst fólk veit nógu mikið um sjálft sig, hvað því líkar, líkar ekki við, gildi sín og markmið, að þau þekkja og viðhalda frelsi sínu. Að lifa eftir annarra óskum er í rauninni andleg leti og býr til hömlur fyrir frelsinu, sem margir eru tregir til að viðurkenna.
10. Þú ert sjálfstæð/ur.
Rétt eins og að frelsi felst í því að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda, þá er sjálfstæði annar mikilvægur þáttur. Frjálst fólk er ekki þurfandi eða í ójafnvægi þegar það er í einrúmi. Þau stóla ekki á aðra til að fylla upp í þarfir þeirra. Í rauninni finnur frjálst fólk ekki fyrir hjálparleysi, sem kemur í veg fyrir að sumt fólk sjái um sjálft sig.
11. Þú ert líkamlega heilbrigð/ur.
Frjáls manneskja mun ekki vera umkringd lyfseðilskyldum lyfjum eða skyndibita. Frjáls manneskja mun taka heilsu sína í sínar eigin hendur og reynir að bæta heilsu sína eins mikið og hún getur þegar heilsufarsvandamál koma upp. Þau láta ekki fíkn læðast upp að sér og láta þau halda sér í gíslingu.
12. Þú hlærð.
Hvers vegna lætur hlátur okkur vera frjáls? Því að það er grunnþörf okkar og réttur að njóta okkar í lífinu. Þeir sem hlæja ekki eru að missa af einföldustu grunnþörf sinni og sannarlega frjáls manneskja mun taka sér tíma í að hlæja af því að þau vita að þau eiga það skilið.
13. Þú uppfyllir þarfir þínar.
Núna hefur þú áttað þig á því að þú þarft að sinna þörfum þínum og það er nokkuð sem frjáls manneskja er meðvituð um. Frjálst fólk vill ekki láta aðra uppfylla þarfir sínar, því þau skoða sjálfa sig reglulega. Þau hvíla sig þegar þau þurfa, hringja í vini þegar þau þurfa þess og ýta sjálfum sér áfram þegar þau vita að það er best fyrir þau.
14. Þú lætur ekki aðra aftra þér.
Frelsi þýðir að þú þurfir að hafa skilrúm á milli þín og annarra. Andstæða þessa er meðvirkni, sem lætur fólk þurfa að fá samþykki frá öðrum til að vita virði sitt. Sannarlega frjálst fólk stólar ekki á annað fólk til að vita hvers virði þau eru. Þau dæma sjálft sig út frá þeirra eigin stöðlum og halda sínu striki sama hvað aðrir gera og segja.
15. Þú hefur gaman.
Ef þú ert virkilega frjáls, munt þú eyða meiri tíma í gleði og sætti. Þú ert ekki kvíðin/n fyrir framtíðinni eða að bíða eftir að betri dagar koma. Þú ert ekki að biðja um leyfi til að njóta einhvers. Þú lifir í augnablikinu og vinnur með öllu því sem lífið gefur þér.
Sjá einnig: Við þurfum meiri innri frið: Höfum þetta hugfast
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.