Trúðar hafa í gegnum tíðina verið tákn gleði og kátinu. Þeir hafa verið notaðir sem skemmtiatriði frá byrjun 18.aldar í þeirri mynd sem við þekkjum þá í dag, en rekja má sögu slíkra skemmtikrafta allt aftur í fornaldir. Ekki eru þó allir sem sem eru hrifnir af trúðum og meira segja líka svo illa við þá að þau hafa myndað með sér mikla trúðafælni. Coulrophobia eða trúðafælni hefur löngum verið þekkt og lýsir sér sem ofsahræðasla við trúða eða að fólki hreinlega bjóði við þeim.
Þrátt fyrir að trúðar hafi upprunalega verið ætlaðir til skemmtana, hafa þeir oft vakið óhug hjá ungum sem öldnum.
Hjá mörgum vekur trúður óhug og hræðslu og hefur það aukist að trúðar setji sig í óhugnarlegan búning.
Afmæli, veislur og annars konar skemmtanahöld: Algengt er að fólki fái trúð í veisluna til að vekja kátínu.
Tvöföld fælni: Trúður og dúkka geta vakið upp skelfilegan hrylling hjá fólki.
Sjá einnig: Krakkinn fór bara að grenja þegar hann fékk „trúðaísinn“ – Mynd
Þessi kona hefur verið hrædd við trúða frá því hún var lítil stúlka og hefur ástand hennar haft gríðarleg áhrif á líf hennar. Hún þurfti að hafa mikið fyrir því að læknast af ótta sínum. Fyrir marga virðist óttinn við trúða ekki vera óraunverulegur ótti, en það er bara ekki rétt.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.