Sumum kann að finnast það óhuggulegt á meðan öðrum þykir þetta krúttlegt og hagnýtt. Hvort heldur sem er þá hafa margir lýst yfir hrifningu yfir uppfinningu sem búin var til af kínverskum tæknisnillingum. Þessi græja gerir fólk kleift að kyssa ástvin sinn hvenær sem er og sama hversu langt þeir eru í burtu.
Kossatækið er með hreyfanlegar varir sem gerir fólki það kleift að láta fólk finna fyrir „raunverulegu“ sambandi við sinn/sína heittelskaða/uðu þrátt fyrir fjarlægð. Varirnar eru gerðar úr sílikonu og þær líkja eftir þrýstingi hreyfinum og jafnvel hlýju raunverulegra vara með hjálp skynjara. Skynjarinn tekur kossinn og sendir hann í tækið hjá hinum aðilanum og þau eru tengd saman með smáforriti í síma.
Kossabúnaðurinn kostar rúmlega 5.200 kr og það þarf auðvitað að kaupa 2 stk. Varan selst eins og heitar lummur og fólk hefur skilið eftir jákvæðar umsagnir og segist þakklátt fyrir tæknina.
Sá sem fann þetta tæki upp segist hafa búið þetta til þegar hann var í fjarsambandi við kærustuna sína í 7 ár.
Sjá einnig: