Ert þú „intróvert“? – Lestu þetta!

Heldurðu að þú sért innhverf(ur)? Spáðu í það! 

Það getur verið að fólk haldi að það geti séð á fólki hver er innhverfur og hver ekki. Það er þó ekkert endilega rétt.

Það getur verið mjög villandi að horfa bara á fólk og halda að maður sjái hver er innhverfur. Margir átta sig sjálfir ekki á að þeir séu innhverfir sérstaklega ef þeir eru ekki feimnir. Að vera innhverfur er miklu fjöþættara en bara að vilja stundum vera einn með sjálfum sér.  Það gefur réttari upplýsingar að skoða hvort fólk sækist eftir eða forðast að vera með öðru fólki og hvort samvera með vinum veitir því ánægju. Þetta hefur áhrif á alla tilveru okkar.

Margt hefur verið missagt um innhverfu og í riti bandarískra geðlækna er hún árið 2010 flokkuð með geðröskunum. Hér eru nokkur atriði sem innhverft fólk taldi upp og birtust meðal annars á Huffpost. Þessi atriði gætu bent til þess að þú sért innhverf/ur.

 

● Þér leiðist innihaldslaust spjall. 

Innhverft fólk þolir yfirleitt ekki spjall um ekki neitt. Því finnst það hreinlega leiðinleg froða. Þetta er ekki af því að þeim finnist fólk leiðinlegt heldur af því að þessi froða setur upp girðingar milli fólks.

● Þú ferð í teiti – en ekki til að hitta fólk.  

Maður getur alveg haft gaman af að fara í teiti en það er ekki víst að þú farir til að hitta fólk. Flest innhverft fólk vill frekar hitta þá sem þeir þekkja en að kynnast nýju fólki.

● Þér finnst þú oft einn á báti þegar þú ert í hópi. 

Finnst þér þú stundum einn á báti þegar þú ert í mannfagnaði jafnvel með fólki sem þú þekkir?  

● Sumum finnst þú allt of „alvarleg(ur).“

Viltu ræða um heimspekileg mál og alvarlegar kvikmyndir og bækur? Ef svo er ertu alveg skólabókardæmi um innhverfa manneskju.

● Þér finnst ekkert að því að gera ekki neitt.

Eitt af einkennum innhverfs fólks er að það þarf sinn tíma til að endurnýja orkuna. Fólk sem er „úthverft“ getur orðið leitt og órólegt ef það þarf að vera heima heilan dag og „ekkert að gera“ en innhverfu fólki er það hreinlega nauðsyn.

● Þér finnst auðveldara að halda ræðu fyrir 500 manns en að spjalla við fólkið að lokinni ræðunni.  

Innhverft fólk getur verið ágætis foringjar og ræðumenn og eru margir hverjir hreint ekki hræddir við sviðsljósið. Skemmtikraftar eins og Lady Gaga, Christina Aguilera og Emma Watson eru allar innhverfar. Þó að þær standi sig vel á sviði er ekki auðvelt fyrir þær að hitta fólk og spjalla við það. 

● Þú reynir að fá sæti úti á enda en ekki í miðjunni. 

Innhverft fólk forðast að láta þrengja að sér og reynir t.d. að standa og sitja þar sem það getur auðveldlega farið burtu.

  Þú vilt frekar vera góður í einu en að reyna að gera allt. 

Innhverft fólk hefur tilhneigingu til að einbeita sér og ná góðri færni í því sem það fæst við. Þeir eru því oft mjög fært á sínu sviði.

● Þú ferð ekki á skemmtanir þar sem áhorfendur  taka þátt.

Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki mjög aðlaðandi- eða er það?

Þú tekur eftir smáatriðum sem fara fram hjá öðrum.

Ávinningurinn af því að þola ekki of mikið áreiti er að innhverft fólk tekur oft eftir smáatriðum sem aðrir taka ekki eftir. Rannsókn hefur leitt í ljós að heilastarfsemi innhverfra eykst mikið þegar þeir eru að horfa í kringum sig.

● Þú ert alltaf að tala við sjálfa(n) þig. 

“Úthverft fólk talar ekki við sjálft sig eins og við gerum“,  segir Olsen Laney sem er innhverf kona. „Flest innhverft fólk þarf að hugsa fyrst og tala svo.“

● Þú hefur lágan blóðþrýsting.

Japönsk rannsókn sýnir fram á að innhverft fólk er yfirleitt með lægri blóðþrýsting en úthverft  fólk. 

● Fólk hefur sagt að þú værir „gömul sál“ frá því þú varst um tvítugt. 

Innhvert fólk tekur eftir mörgu og veit margt og það hugsar yfirleitt áður en það talar svo að fólk heldur oft að það sé mjög viturt.

● Umhverfið gerir ekkert sérstakt fyrir þig.

Skoðað frá sjónarhóli efnafræði heilans gera stórar og hávaðasamar samkomur  ekkert fyrir þig. Heili innhverfra og úthverfra tekur á þessum aðstæðum á mjög mismunandi hátt.  Þetta var rannskað með því að gefa háskólanemum sem voru greindir annað hvort innhverfir eða úthverfir Ritalin sem eykur dópamín framleiðslu heilans. Rannsóknin sýndi fram á að úthverfu nemendurnir tengdu vellíðan sína (af dópamíninu) við ytri aðstæður en hinir horfðu inn á við (á sjálfa sig) til að útskýra vellíðan sína. 

● Þér hefur verið sagt að „koma út út skelinni.“ 

Oft fara innhverf börn að halda að það sé eitthvað að þeim af því að þau tala ekki eins mikið og eru ekki jafn frökk og skólafélagarnir.  Fullorðið innhverft fólk segir frá því að oft hafi því verið sagt að taka meiri þátt í skólastarfinu þegar það var börn.

● Þér finnst gaman að skrifa.

Innhverft fólk á oft betra með að skrifa en tala við fólk. Flest innhverft fólk eins og t.d.  J.K. Rowling, höfundur  Harry Potter segist miklu frjórra í hugsum þegar það er eitt með hugsanir sínar.

 

Heimild

SHARE