Nú fer að styttast í stærstu Startup ráðstefnu Íslands og af því tilefni býður Startup Iceland upp á nokkra glæsilega „mini“ viðburði í tilefni þess.
Fyrsti viðburðurinn fór fram 1. maí á Bast Bistro. Þá mættu þau Garðar Stefánsson frá Norðursalt og Helga Ólafsdóttir frá Iglo&Indí og sögðu frá sinni upplifun af því að fara í gegnum uppbyggingu á fyrirtækjunum sínum.
Næsti viðburður verður haldinn í kvöld, 15. maí á Kaffi Sólon (Efri hæðin) kl 21:00.
Hugmyndin með þessum viðburðum er að fá 2-3 einstaklinga frá sitthvoru fyrirtækinu sem hafa farið í gegnum startup ferlið til að tala stuttlega um þeirra upplifun þegar kemur að því að stofna og reka fyrirtæki . Við lok hverrar kynningu fá gestir tækifæri til þess að spyrja spurninga og jafnvel fá ráðleggingar.
Viðburðirnir eru opnir öllum og kostar ekkert inn. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru í startup hugleiðingum en vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér eða hvernig ferlið gengur fyrir sig. Fólk er hvatt til þess að staldra við eftir að formlegri dagskrá er lokið og spjalla sín á milli.
Dagskráin:
15. maí
Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri og einn af stofnendum Meniga
Guðmundur Jörundsson, stofnandi og aðalhönnuður Jör
Torfi G. Yngvason, framkvæmdarstjóri og stofnandi Artic Adventures
29. maí
Einar Ben, eigandi og hugmyndasmiður Tjarnargötu
Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, stofnendur Tulipop
Nánari upplýsingar má finna á www.startupiceland.is eða www.facebook.com/startupiceland