Gæti verið að þú hafir ofnæmi fyrir snyrtivörum? Ofnæmisviðbrögð er leið líkamans til að bregðast við óæskilegum efnum og ef þú tekur eftir því að húð þín verði viðkvæm eða þú þarft að snýta þér oftar en vanalega, ættir þú að kanna hvort ástæðan gæti verið ofnæmi.
Rotvarnarefni og ilmefni eru aðalinnihaldsefni snyrtivara sem eru ofnæmisvaldandi. Það gæti jafnvel verið svo að þú fáir allt í einu ofnæmi fyrir snyrtivöru sem þú hefur verið að nota svo árum skiptir.
Sjá einnig: Ofnæmið er byrjað! – Minnkaðu einkennin með nokkrum einföldum ráðum
En hvernig getur þú komið í veg fyrir að þú fáir þetta ofnæmi?
Ekki nota farða
Prófaðu að fara nokkra daga án þess að vera með farða. Leyfðu húðinni að anda og vera án allra ónáttúrulegra aukaefna.
Gerðu blettapróf
Áður en þú prófar nýja vöru, skaltu bera hana á þig á lítið svæði, svo sem á hálsinn undir eyrunum eða á hendina, þar sem húðin er þynnri og viðkvæmari. Hafðu vöruna á í 48 klst og kannaðu síðan hvort einhver erting eða ofnæmi er á húðinni. Ef þig klæjar eða ert með roða, eru líkur á því að þú hafir ofnæmi.
Settu ilmvatnið á fötin þín
Sum innihaldsefni í ilmvatni geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Spreyjaðu ilmvatninu þínu því frekar á fötin þín til að minnka líkurnar á því að þú fáir ofnæmi eða myndir með þér ofnæmi fyrir uppáhaldsilmvatninu þínu.
Sjá einnig:5 atriði sem þú VERÐUR að hætta – Farðinn
Ekki láta blekkja þig
Það er ekki sjálfgefið að varan valdi þér ekki ofnæmi, þó að hún hafi verið ofnæmisprófuð eða framleidd einungis úr náttúrulegum innihaldsefnum.
Haltu áhöldunum þínum ávallt hreinum
Þú skalt passa upp á að burstarnir þínir og svampar eru ekki fullir af bakteríum með því að þrífa þá reglulega. Þú bæði kemur í veg fyrir sýkingar og lengir endingartíma áhaldanna.
Sjá einnig: 6 ástæður til að sofa EKKI með farða
Forðast að nota augnfarða
Ef þú ert viðkvæm fyrir augnfarða er gott að minnka notkun hans og þá sérstaklega ef þú notar linsur.
Aðalatriðið er að þú ofbjóðir ekki húð þinni með ofnæmisvaldandi efnum og bakteríum. Þú getur vel fengið ofnæmi fyrir vörum sem þú hefur notað í töluverðan tíma og lífrænar vöru gæti líka valdið þér ofnæmi.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.