Ert þú næsti stigakynnir fyrir Eurovision 2014 hjá RÚV?

Magnús Geir Þórðarson situr ekki auðum hönum í nýja starfinu sínu og ætlar að opna RÚV enn betur fyrir almenningi.  Nú leitar RÚV að stigakynnir fyrir Lokakvöld Eurovision sem verður haldið í Kaupmannahöfn 10. maí næstkomandi.  Nú gefst þér tækifæri á að sækja um að „kynna“ stigin sem Ísland gefur öðrum þjóðum.  Þetta starf hefur áður verið í höndum þjóðþekktra sjónvarpsmanna, en núna gefst almenningi kostur á að taka þátt í leit af næsta stigakynnir fyrir þetta kvöld.  Allir koma til greina. Það eina sem þarf að gera er að taka upp örstutt myndskeið og senda. Á myndskeiðinu þarf að segja:

Here are the points from the Icelandic televote. – Islande, douze points

Þetta er ekki flókið í framkvæmd.  Taka um myndskeið á síma eða myndavél.  Smella á vefslóðina hér.

ruv2

Fyllir út umsóknina og muna að lesa skilmálana.

ruv

Og við fögnum ákaft þegar þú lest upp fyrstu 12 stigin sem þú gefur.

Forsíðumynd: ruv.is

 

SHARE