Það vita það allir sem eru í stjúpfjölskyldum að það getur verið hægara sagt en gert að pússla saman ólíkum einstaklingum í eina nýja fjölskyldu. Það eru til fjölmörg góð ráð sem vert er að skoða ef þú ert í sambandi þar sem maki þinn á barn eða þið kannski bæði.
Hér eru nokkur góð ráð:
- Talið við börnin með góðum fyrirvara ef áformað er að blanda saman fjölskyldum ykkar. Leyfið þeim að hafa tíma til að venjast tilhugsuninni og hlustið gaumgæfilega vel á börnin og þeirra vangaveltur.
- Ekki ýta á eftir börnunum að mynda sambönd við aðra fjölskyldumeðlimi í stjúpfjölskyldunni. Leyfið þessum samböndum að myndast hægt, rólega og náttúrulega. Gefið börnunum tíma og svigrúm til þess að aðlagast breyttum aðstæðum.
- Finnið upp á nýjum hefðum. Auðvitað eru einhverjar venjur og hefðir sem hafa fylgt ykkur en aðrar eiga að fá að myndast í nýju fjölskyldunni ykkar. Leitið að því sem getur verið ykkar nýja hefð og byggið í kringum það.
- Ekki ætlast til þess að stjúpbörnin fari að kalla þig mömmu/pabba. Leyfið börnunum sjálfum að ákveða hvað þau vilja kalla þig. Þeim á að líða vel í þessu og verða að fá að finna það, með tímanum hvað þau vilja kalla þig.
- Finnið einhverja sameiginlega leið, sem foreldrar, til þess að ala börnin upp. Komist að samkomulagi um það með makanum hvernig á að leysa ákveðin mál. Ykkar fjölskylda kallar á sínar eigin leiðir.
- Ekki einbeita þér bara að fjölskyldunni og gleyma sambandinu þínu. Það að ala upp börn er stórt verkefni og það hjálpa til við uppeldið á börnum annara er enn stærra verkefni. Það að eiga sterkt samband/hjónaband auðveldar það að blanda fjölskyldunum saman.
- Eyddu tíma með hverju og einu barni og gefðu þér smá tíma á hverjum tíma með hverju þeirra. Þetta leyfir þeim að finnast þau tilheyra og börnin ná að tengjast litlu fjölskyldunni betur.
- Ekki reyna að gera þetta ein. Ef þið þurfið aðstoð frá fagaðila ekki hika við að gera það.
Heimildir: Sheknows.com