Eins og flestir vaxtaræktar iðkendur vita þá eru nú allir misjafnir í ræktinni og mætti flokka marga í ákveðnar týpur.
Ég er líklegast ekki mjög dugleg í ræktinni af því ég hef verið að spá í þessum hlutum.
Labbarinn:
Hver hefur ekki séð skvísurnar í push-up haldaranum ?
þær labba um salinn og horfa í kringum sig, þær halda sig alltaf nálægt speglum því varaglossið má nú ekki hafa runnið til.
Þær svitna ekki og eru meira eins og dömur á leið út að borða nema í íþróttafötum.
Strákar geta svo sannarlega verið í þessum flokk líka.
En rölt um salinn í klukkustund er betri en engin æfing ekki satt?
150kg en samt bara 70:
Strákarnir sem mér finnst alger dásemd að fylgjast með , hafi þið ekki séð þessa um 70kg en halda að þeir séu 150 kg ?
Þeir labba um milli tækja, taka 2x það þyngsta sem tækið bíður upp á.
Þeir labba svo um með hendur um það bil hálfum metra frá skrokknum því ímyndaðir vöðvar eru þarna risa stórir svo hendurnar geta ómögulega hvílt við síðuna.
Kassinn er að sjálfsögðu út þaninn enda ,,risa‘‘ stór!
Perrinn:
Það eru svo eldri kallarnir milli 50-60, slíta ekki augun af ,,löbburunum‘‘.
Þeir taka að vísu törn og svitna aðeins, en taka svo góðan tíma sem fundið er gott tæki með góðu útsýni á dömurnar.
Lífsglaða fólkið:
Það er alveg sama hvenær þetta fólk mætir í ræktina það er hoppandi úr kæti, í alvöru klukkan 6 á morgnanna ?
valhoppar inn í tímann og bíður hverjum einum og einasta góðan daginn hátt og snjallt, reitir svo af sér brandarana milli laga.
Þessar týpur finnst mér hvað mest áberandi í ræktinni en svo er auðvitað líka fólk sem gæti talist eðlilegt þó fjölbreytileikinn í ræktinni sé mjög skemmtilegur.
Spurning hvort það séu fleiri týpur?
Sjálf held ég að ég sé samblanda af labbaranum og lífsglaða fólkinu.