Ertu að drekka nóg vatn?

Við þurfum nægilega vökvun til að líkamsstarfsemi okkar sé í sínu besta lagi og hefur áhrif á allt, frá andlegri heilsu til kynheilbrigðis.

Þú þarft að greina litinn á þvagi þínu til að vita hvort þú sért að drekka nóg vatn. Þú þarft ekki að pissa í glas til þess að „litgreina“ þvagið þitt. Þú einfaldlega kíkir ofan í klósettskálina. Pissið þynnist auðvitað þegar það fer í vatnið í klósettinu en er samt mjög góður mælikvarði.

Alveg glært – Transparent

Það er mjög mikilvægt að drekka nóg vatn á hverjum degi en það er líka hægt að drekka of mikið vatn. Ef þvagið þitt er alveg glært og enginn gulur blær, ertu örugglega að drekka meira en mælt er með af vatni.

Einnig, ef þú ert stanslaust pissandi, getur verið að þú sért að drekka of mikið af vatni. Það er eðlilegt að pissa 4-10 sinnum, að meðaltali á 24 tímum. Flestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að vökva sig of mikið en ef enginn litur er á þvaginu þínu gæti verið gott að draga aðeins úr vatnsdrykkjunni.

Límonaði eða ljós bjór – Lemonade/light beer

Ef þvagið þitt er á litinn eins og límonaði eða ljós bjór ertu á góðum stað. Þú ættir eiginlega að stefna að þessum lit. Að drekka vatn er góð leið til að vökva sig en það eru líka nokkrir ávextir og grænmeti sem eru gott að borða til að vökva líkamann. Þar má nefna:

  • Tómatar
  • Gúrka
  • Jarðarber
  • Hvítkál
  • Kúrbítur
  • Kál
  • Melónur

Gulbrúnt – Amber

Þegar þvagið er orðið gulbrúnt er kominn tími til að drekka vatn. Þó svo að þessi litur bendi ekki til alvarlegrar ofþornunar, þá ertu á leiðinni þangað. Þegar líkami þinn missir meira vatn en hann tekur inn, fer hann að ríghalda í það vatn sem hann samt hefur. Steinefnin þinnast minna en ella og þess vegna dökknar liturinn.

Þunnt kaffi eða brennd appelsína – Burnt orange

Ef þvagið þitt er svona dökkt þarft þú að fara að taka eftir, því þú ert örugglega með alvarlegan vökvaskort. Uppköst, niðurgangur og hiti verða til þess að líkaminn missir vökva mjög hratt og eru algeng ástæða ofþornunar. Sem betur fer eiga flestir auðvelt með að vökva sig fljótt og örugglega með vatni og drykkjum eins og Gatorade.

Nokkur ráð til að forðast vökvatap:

  • Vertu með margnota vatnsflösku á þér
  • Takmarkaðu drykkju á áfengi og koffeini
  • Drekktu vel af vatni fyrir æfingar
  • Forðastu of sykraðan og of saltaðan mat
  • Settu sítrónu í vatnið til að breyta til

Heimildir: Healthline.com

SHARE