Ertu að kúka vitlaust?

Forfeður okkar gerðu þetta svona, fólk í Asíu, Afríku og sumstaðar í Evrópu gera það enn svona en hvernig stendur á því að vestrænu ríkin véku frá því að kúka rétt?

 

Sökina á klósettið eins og við þekkjum það eða eins og sumir kalla það: hásætið. Nú hefur komið í ljós að við eigum að sitja á hækjum (squat) okkar í stað þess að sitja á klósetti.

 

Árið 2003 var gerð rannsókn sem 28 heilbrigðir einstaklingar tóku þátt í, sem samanstóð að því að allir prufuðu að kúka í þremur stellingum, sitjandi á venjulegu klósetti, lágu klósetti og svo sitjandi á hækjum sér og allir tóku tímann á hamförunum. Ekki aðeins voru skráðir niður tímarnir sem þetta tók heldur einnig hversu mikið fólk þurfti að hafa fyrir þessu öllu saman. Samkvæmt þessu, tekur það skemmstan tíma og minnstu fyrirhöfnina að kúka sitjandi á hækjum sér.

 

“Það eru líkamlegar skýringar á því af hverju fólk ætti að sitja á hækjum sér” segir meltingarsérfræðingurinn Anish Sheth, MD og höfundur bókanna What’s Your Poo Telling You? og What’s My Pee Telling Me?  “ Það einfaldlega réttir úr ristlinum.”

 

Þegar við stöndum þrýstist ristillinn upp að puborectalis vöðvanum, sem hjálpar til við þarmastjórnun þangað til að tími er til að fara á klósettið. Þegar við sitjum slaknar aðeins á þessum vöðva til hálfs á móti því að ef við setjumst á hækjur okkar slaknar hann fullkomlega og þar af leiðandi réttist úr ristlinum og hann á auðveldara með að losa sig.

 

Sérfræðingar hafa haldið fram að óþægindi tengd meltingu, svo sem harðlífi, ristilbólgur og gyllinæð megi öll tengja við setur á klósetti og erfiðleika við hægðalosun. Rannsóknir hafa sýnt að því meiri tíma sem fólk eyðir á klósettinu, eins og til dæmis við lestur, því meiri líkur eru á að fólk fái gyllinæð og að blóðæðar við endaþarmsopið bólgni. Sumir læknar hafa jafnvel ráðlagt sjúklingum sínum að kúka sitjandi á hækjum sér til að stemma stigu við ristilvandamál sín.

 

Sérstök klósett sem ætluð eru fyrir hægðalosun sitjandi á hækjum sér eru notuð víðs vegar um heiminn í dag. Í Asíu eru almenningssalerni oft með tvær gerðir af básum í boði þar sem annars vegar er hið hefðbundna klósett og svo þessi sem hafa svokölluð squatting toilets þar sem notandinn stendur yfir opi í gólfinu og beygir sig í hnjánum.

 

Síðasta haust kom svo á markaðinn sérstakt klósett sem heitir SquattyPotty sem sérhannað er fyrir þessa tegund af klósettferðum.

 

 

 

 

SHARE