Ertu að verða pabbi og ert kvíðinn fyrir fæðingunni?

Ef þú hefur tekið þá ákvörðun um að vera viðstaddur fæðingu barns þíns, búðu þig þá undir að verða vitni að einu af undrum veraldar, nokkuð svo undursamlegt og eitt það dásamlegasta sem þú hefur á ævi þinni upplifað. Það eina sem þú þarft að gera er að undirbúa sjálfan þig örlítið og gera heimavinnuna þína aðeins áður en stóra stundin gengur í garð og svo þú getir verið til staðar fyrir eiginkonu þína, kærustu eða bara barnsmóður. Þú verður líka að geta verið hugrakkur og stuðningsríkur fyrir manneskjuna sem er að fæða barnið, þrátt fyrir að fæðingin dragist á langinn og  hér eru nokkur atriði sem gætu hjálpað þér að verða takast á við fæðinguna:

Sjá einnig: Karlmenn sjá fæðingu í fyrsta skipti

babywithdad

1. Undirbúningur er lykilatriði:

Þú getur ekki bara mætt á svæðið þegar allt er orðið tilbúið. Taktu þér tíma í að undirbúa þig, því það er margt sem þarf að undirbúa sig fyrir. Ef þú hefur ekki farið á svo til gert námskeið, getur verið sterkur leikur að gera það. Á námskeiði færðu að vita um það bil allt það mikilvægasta sem getur gerst og fræðir þig um stig fæðinga. Þú verður að vita af möguleikanum á keisaraskurði og hvers vegna hann gæti orðið að veruleika. Ef þú veist það sem þarf að vita, læðist óttinn ekki að þér og þú getur verið sterkur fyrir konuna þína.

Það þýðir líka að þú verður tilbúinn með töskuna þína þegar sá tími kemur. Gott getur verið að vera með föt til skiptana, tölvuna þína eða annað lesefni. Það getur orðið löng bið ef konan þín þarf til dæmis mænudeyfingu og þess vegna getur verið gott fyrir þig að hafa eitthvað að gera á meðan hún hvílist. Taktu með þér smá nesti, því það þarf ekki að vera að þér líki maturinn á spítalanum eða sjálfsalinn bilaður og passaðu þig á því að verða ekki sá sem lætur líða yfir sig. Nægur matur og næring eru mjög mikilvæg.

2. Þú verður að vita að þú ert aðal stuðningsaðilinn á svæðinu:

Þú hefur kannski farið í gegnum fæðingarplanið með maka þínum, svo þú ætti að vita um það bil hvað á að gera og hvað hún þarf hjálp með þegar hún er að fæða. Fyrirvaraverkir eru verkir sem geta komið áður en raunveruleg fæðing fer af stað og jafnvel löngu áður og þýða ekki endilega að fæðing sé byjuð. Þú verður að vita að þegar verkirnir eru byrjaðir að koma og vara í 30 sekúndur eða meira, gæti það verið merki um að fæðingin sé byrjuð og að þið verðið að drífa ykkur í að hringja upp á fæðingardeild og jafnvel fara þangað. Þú verður að vera ákveðinn og sterkur stuðningsaðili og sjálfsöruggur um að allt fari vel og hún verður að finna það. Hjálpaðu henni með því að halda henni félagsskap og dreifa athyglinni. Hjálpaðu henni að finna góða stellingu og vertu góður við hana. Þú gætir til dæmis lagað hárið hennar, nuddað á henni fæturnar, hjálpað henni í sturtu eða bara hvað sem er sem konan í lífi þínu þarfnast.

Sjá einnig: Hvenær byrjar fæðingin? – Breytingar í lok meðgöngu

3. Þið hafið bæði ákveðið hvaða hlutverki þið gegnið:

Þið hafið rætt um það hverjir mega koma á spítalann og hverjir mega kíkja við á meðan fæðingunni stendur. Það getur verð erfitt og þreytandi að fæða barn svo það er um að gera að vera sammála um það hvaða áreiti sé hleypt inn á fæðingarstofuna. Ákveddu núna hvort þú viljir klippa naflastrenginn og hvort þú viljir vera sá sem réttir móðurinni nýfædda barnið sitt.

4. Þú veist að samdrættir og hríðirnar almennt eru sársaukafullar:

Þú verður að vita að nærvera þín er mikilvæg í fæðingunni. Hver einasti samdráttur og hríðarverkur getur verið skelfilega sársaukafullur og það verður einhver í þessu tríói að nálgast það á jákvæðan máta, því annars fyllist herbergið af drama. Þú ert þarna til að hvetja hana áfram, halda í hendina á henni, strjúkja á henni bakið og það getur verð mjög gott að spjalla aðeins saman um þessi atriði áður en fæðingin á sér stað.

Þú getur sagt henni að hún sé að standa sig vel. Þú getur kannski ekki tekið verkin hennar í burtu en þú getur að minnsta kosti gert allt sem þú getur til að hjálpa henni. Þú verður aftur á móti að vita það líka að sumar konur þola bara alls ekki að láta snerta sig þegar þær eru að tryllast úr sársauka.

5. Þið getið rætt það ykkar má milli, nákvæmlega hvar þú vilt vera:

Ef þú verður veikur, fyllist hryllingi við sjónarspilið eða ert að missa þig úr dramatík, biddu þá bara um það að vera staðsettur nær höfði hennar, svo þú sjáir ekki of mikið af því sem er að gerast þarna niðri. Það vill enginn að það líði yfir þig eða að þú hreinlega kastir upp. Þá gætir þú líka hvíslað hvatningarorðum í eyrað á henni og verið rosalega góður og sætur við hana. Þú þarft ekki að sjá allt, þó að það gæti verið áhugavert og það sama á við ef það leiðir til keisaraskurðar.

Spáðu í því hvað þú gerir þegar rembingsþörfin byrjar. Sumar konur vilja jafnvel að maki þeirra hjálpi til við að halda við fætur þeirra en þú þarft þess ekkert endilega, ekkert frekar en þú vilt, því starfsfólkið getur séð um það líka.

6. Sýndu líka stuðning eftir að barnið er fætt:

Það er kannski ekki alveg nóg að sjá til þess að hún fái blóm, því þú þarft líka að sýna stuðning og vera sterkur og elskulegur eftir fæðinguna, þar sem þið eruð að bjóða litla barnið ykkar velkomið í heiminn. Þú verður að vera duglegur við að hjálpa til með brjóstagjöfina, böðin og að skipta á barninu.

Vissir þú að feður geta líka þjáðst af fængarþunglyndi? Talið er að allt að 10% karlmanna geta fundið fyrir depurð eftir fæðingu barns síns. Þú verður að geta aðlagast breyttu svefnmynstri, halda skapi þínu í skefjum og verið þolinmóður, þar sem þið þurfið bæði að venjast nýjum aðstæðum. Foreldrahlutverkið á alltaf að vera deilt á milli ykkar beggja og er þitt mikilvægasta verk.

SHARE