”ERTU BÚIN AÐ ÖLLU” – Öllu hverju?

4 dagar til jóla og allstaðar heyrist spurt: ” Ertu búin að öllu?”

Öllu hverju?

Eru einhverjar reglur um jólahald?

Ertu annars flokks ef þú klárar ekki þetta ALLT?

Ég játa það fúslega sem miðaldra húsmóðir að ég hef ekki hugmynd um hvað þetta ALLT er, hef hvergi fundið listann yfir þetta ALLT.

Jólin koma samt alltaf inná mitt heimili, alveg satt!

Hjá mér og mínum eru jólin dásamlegur tími til samveru, gerum aðeins betur við okkur en venjulega í mat og sætindum. Það er misjafnt hversu mikið við leggjum upp úr jólaskreytingum í ár duga t.d 2 jólasveinabangsar sem eru komnir á aldur og hurðakrans á útidyrnar. Eflaust skellum við katthelda jólatréinu upp svona til að lýsa upp myrkrið.

Þrif eru bara svona hefðbundinn enda er þetta heimili og fólki á að líða bara vel ekki hafa áhyggjur af því að spora gólf eða eitthvað slíkt.

Æi ég sé enga ástæðu til þess að kaupa mér nýjan kjól ég á fínan kjól sem ég verslaði mér í febrúar þegar ég varð fimmtug og endurnýjaði heitinn með mínum heittelskaða til 27 ára.

Jólakötturinn hefur aldrei étið mig, þrátt fyrir mörg jól í gömlum fötum!

Mér finnst lika æði að hafa fisk í matinn af því ég verð svo þung á mér af miklu kjötáti og ég sleppi alveg öllu reyktu, ekkert hangikjöt fyrir mig. Nei það gengur ekki upp fyrir miðaldra konu á breytingaskeiðinu!

Reyndar elska ég súkkulaði og borða alltof mikið af konfekti en það er heldur ekki gott fyrir miðaldra og breytingaskeið, æji þessi brennsla sem verður að engu og hver moli bætir á mann kílói en hey karlinn hefur þá bara enn meira til að elska.

Jæja nú er ég bara farin að röfla um allt og ekkert en mikið þætti mér vænt um ef þið lesendur sem hafið þennan lista um allt sem þarf að klára mynduð deila honum með mér.

Njótið jólanna

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here