Um helgina fór ég í bíó á myndina The Impossible. Myndin hefur verið yfir meðallagi vinsæl um jólin og virðist enn vera þvílíkt vinsæl því sætin fremst voru þau einu sem voru laus þegar við mættum á svæðið.
Þegar náttúruhamfarir eiga sér stað þá heyrir maður og sér það í fréttunum og fylgist með en maður getur ekki gert sér í hugarlund hvernig fólkinu líður og manni finnst þetta allt vera hálf óraunverulegt.
Kvikmyndin The Impossible hafði mikil áhrif á mig. Hún fjallar um fólk sem er í venjulegu fríi, alveg eins og við Íslendingar tökum gjarnan, í sól og blíðu við ströndina. En svo kemur flóðbylgjan. Ég vil alls ekki gefa of mikið uppi en þessi mynd fær 5 stjörnur frá Kokkabókum Bíó Kiddu, ekki það að neinn hafi beðið um mitt álit.
Þessar myndir hér að neðan eru raunverulegar upptökur frá fólki sem lenti í flóðbylgjunni og nokkrir aðilar sem segja sína sögu. Ég vil samt vara ykkur við, atriði í þessum myndböndum eru ekki við hæfi ungra barna og viðkvæmra.
[youtube width=”560″ height=”315″ video_id=”b9DMiy_DVok”]
[youtube width=”560″ height=”315″ video_id=”S0p_6G5GIeo”]
[youtube width=”560″ height=”315″ video_id=”PHpG1P3JwEU”]
[youtube width=”560″ height=”315″ video_id=”zTVwsqdcA7U”]
[youtube width=”560″ height=”315″ video_id=”L9GZapApWIE”]
[youtube width=”560″ height=”315″ video_id=”E8evwWIigFQ”]
[youtube width=”560″ height=”315″ video_id=”H7BqPEPHnck”]
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.