Að vera gramur útí manninn þinn eða konuna þína er ekki eruð þið ekki á góðum stað í sambandi ykkar. Hvort sem gremjan stafar af því að þér finnist þú þurfa að gera ALLT á heimilinu, komi ekki fram við þig sem jafningja, eða geri þig brjálaða/n með því að tyggja hátt, þá er alltaf vont að vera uppfull/ur af gremju.
„Ég hitti oft pör þar sem annar aðilinn segir: „Ég vildi að ég hefði vitað miklu fyrr af þessari gremju,“ segir Sharon Gilchrest O’Neill, Ed.S., löggiltur hjónabands- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og rithöfundur. „Allt of mörg hjón eru vikum og mánuðum saman í gremjuástandi og þá byggist upp spenna sem endar ekki vel.“
Andrea Dindinger, fjölskyldu- og sambandsráðgjafi, segir að gremja sé þögull skilnaðarvaldur í mörgum hjónaböndum.
„Þegar þú ræðir ekki gremju, sem á sér stað í hverju sambandi, getur hún að lokum orðið til þess að fólk fer að aftengjast hvort öðru og forðast það að ræða þessa hluti,“ segir Andrea og bætir við að þetta geti leitt til þess að fólk fer að byggja upp reiði, óréttlæti, öfund og óöryggi. Ef ekkert er að gert getur það haft mjög slæmar afleiðingar.
Fatherly.com leitaði til 5 sérfræðinga og sálfræðinga sem sem gáfu góð ráð í svona tilfellum.
1. Leitaðu inn á við og reyndu að greina líðan þína
„Ein þeirra leiða sem er mjög gagnleg er að vera meðvituð/aður, taka sér smá tíma og velta fyrir þér öllum staðreyndum. Spyrðu sjálfa/n þig fyrst: Líður mér svona vegna þess sem er að gerast núna eða vegna einhvers sem gerðist í fortíðinni? Er ég að pæla framhjá dóti í þessar núverandi aðstæður? Er ég að taka eitthvað með mér úr fortíðinni og heimfæra það í nútíðina.
Svo skaltu segja maka þínum að þú þurfir smá pásu. Aðeins nokkrar mínútur ein/n þar sem þú getur róað sjálfa/n þig niður á hvaða hátt sem þér finnst best. Djúp öndun, að telja eða jafnvel að horfa á fyndið myndband í símanum þínum.
Að lokum, þegar þú hefur náð að róa þig og ná jafnvægi skaltu íhuga staðreyndir málsins. Íhugað hvort orð eins og „alltaf“ og „aldrei“ séu að hafa áhrif á gremju þína. Dæmi: Hún/Hann bendir alltaf á galla mína fyrir framan vini okkar. Þegar þú hugsar það nánar er mjög líklegt að þú munir eftir aðstæðum þar sem þið hafið verið með vinum og makinn var ekki að benda á gallana þína og hefur örugglega oft talað vel um þig í þessum sama hópi. Þessi nálgun mun hjálpa þér að muna að sambandið þitt er miklu sterkara en það sem þér gremst akkúrat á þessari stundu,“ segir Ciara Jenkins, meðferðaraðili og löggiltur klínískur félagsráðgjafi.
2. Gerðu þér grein fyrir tilfinningum þínum
„Fyrst af öllu skaltu hætta því sem þú ert að gera og telja til tíu, mögulega upp í 100. Náðu þér síðan í penna og blað og skráðu niður gremju þína. Gerðu þetta hratt og eins nákvæmlega og mögulegt er og einbeittu þér að því hvað það er sem lætur þér líða eins og verið sé að beita þig ósanngirni.
Nokkur dæmi: „Þegar við fáum gesti í kvöldmat situr þú alltaf bara og spjallar og drekkur og stendur aldrei upp til að hjálpa mér, þú virðist ekki hafa vit á öllu því sem ég er að gera.“ Eða „Ég hélt að garðvinnan væri eitthvað sem við ætluðum að gera saman. Hvenær gerðir þú eitthvað í garðinum síðast?“
Þegar þú hefur fundið orð til að lýsa líðan þinni og tilfinningum geturðu farið rólega til maka þíns og beðið um að finna tíma til að ræða ástandið. Leggðu áherslu á að þú viljir ekki rífast. Í staðinn viljið þið finna útúr hvernig þið getið tekist á við svipuð atvik á betri hátt í framtíðinni,“ segir Sharon Gilchrest O’Neill.
3. Fáðu útrás í talhólfi vinar/vinkonu
Við Íslendingar notum voða lítið talhólf, svona yfir höfuð en þetta var eitt af ráðunum sem var gefið, svo við höfum það með.
„Eitt af því sem ég mæli með fyrir skjólstæðinga mína sem eru gramir út í maka sinn, er að hringja í góðan vin og tala inn á talhólfið. Gerðu samkomulag við góðan vin/vinkonu, sem er til í að leyfa þér að fá útrás í talhólfinu þeirra, sem leið til að vinna þig útúr erfiðum tilfinningum. Þú getur jafnvel boðið þeim að gera slíkt hið sama.
Lykillinn er að þú og þessi vinur/vinkona þurfið að gera samkomulag um að það fái enginn annar að hlusta og það ykkar sem fær skilaboðin fari ekki í það að reyna að gefa ráð eða að „laga“ ástandið. Það er svo róandi og færir þér mikinn skýrleika þegar þú deilir vandamálum þínum með vini sem vill þér og maka þínum allt það besta. Þegar þú ert svo búin/n að fá útrásina skaltu íhuga hvað var í raun og veru að gerast, hvað kom því af stað og þá geturðu nálgast maka þinn af meiri ró og á meðvitaðan hátt,“ segir Andrea.
4. Hleyptu því sem er innra með þér út
„Ég mæli með að setjast niður og róa sig. Í streituvaldandi aðstæðum fer heilinn í „að berjast eða flýja“ ham. Það, að setjast niður, róar líkamann. Þig gæti langað að fara út að ganga eða hjóla en ef þú sest niður eru miklu meiri líkur á þú róir þig niður. Andaðu síðan djúpt og rólega, inn um nefið og frá með munninum. Þetta mun stöðva framleiðslu á streituhormónum, sérstaklega kortisóli, sem er valdur þess að þú reiðist.
Ekki senda SMS, tölvupósta eða birta eitthvað á samfélagsmiðlum. Talaðu í staðinn upphátt við sjálfan þig eða skrifaðu tilfinningar þínar niður á blað í einrúmi. Leyfðu öllu sem er að gerast í huga þínum að koma út. Mundu bara að þetta er bara fyrir þig og enginn annar á að sjá þetta. Mundu líka: Tilfinningar eru hluti af því sem drífur okkur áfram og tengir okkur. Þær vernda okkur og gefa okkur gildi. Allar tilfinningar eiga rétt á sér, þær þurfa bara að koma fram á réttan hátt.,“ segir Dee Johnson, fíkniráðgjafi, sáttasemjari og núvitundarfræðingur.
5. Taktu eftir því hvernig þér líður og æfðu þig í þakklæti
Það er eðlilegt í því ástandi sem við búum við í dag að upplifa allskonar tilfinningar. Lykillinn er að hafa þau „tæki og tól“ til að stjórna óþægilegum tilfinningum sem við upplifum og koma í veg fyrir að þær skemmi eða jafnvel eyðileggi sambandið.
Byrjaðu á að hafa samkennd með sjálfri/um þér. Þegar þessar tilfinningar fara að „grassera“ reyndu að finna fyrir sjálfsást og ekki dæma þig fyrir þær. Hugsaðu þér að þín besta vinkona/þinn besti vinur væri að koma til þín með þetta sama vandamál og hvernig þú myndir bregðast við því. Æfðu þig í þakklæti fyrir það sem þú átt. Það gerir kraftaverk. Finndu hvað það er í fari maka þíns sem þú ert þakklát/ur fyrir. Það gerir heilmikið gagn þegar þú vilt vinda ofan af leiðinlegum tilfinningum og minnka gremjuna gagnvart maka þínum,“ segir Dr John Y. Lee, forstöðumaður klínískrar sálfræði hjá Executive Mental Health.
Heimildir: fatherly.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.