Ertu komin með upp í kok af leikjabeiðnum?

Margir nota Facebook til að tilkynna allt sem er að gerast í lífinu þeirra. Auðvitað er það gaman ef þetta eru góðar og skemmtilegar fréttir, allir fara að kommenta og svoleiðis og maður fær ákveðna athygli út á þetta allt saman. Margir, skipta mjög reglulega um mynd af sér á Facebook til þess að næra egó-ið sitt með öllum like-unum. Við höfum ÖLL gert þetta! Nema kannski fólkið sem er orðið rígfullorðið.

En nóg um það! Tuð og leiðindi yfir því að fá sendar leikjabeiðnir getur verið alveg reglulega leiðinlegt, sérstaklega þegar maður veit það að til þess að fá leikjabeiðnir, þarftu að hafa spilað leiki sjálf/ur, á einhverjum tímapunkti og samþykkja þá skilmála sem leyfa „leiknum“ að senda þér leikjabeiðnir.

Ég hef hinsvegar slökkt á öllu svona hjá mér og „Fréttaveitan“ mín er hrein og fín með engum leikjabeiðnum og allir eru sáttir. Það er hægt og er meira að segja rosalega einfalt.

 

Það er hægt að gera þetta á tvenna vegu:

Aðferð 1. 

 

adferd1leikir

Þegar þú sérð svona meldingu í „Notification“ þá ferðu með bendilinn á hana og færð þá upp þessa valmynd lengst til hægri.Screen Shot 2015-01-29 at 9.59.41 AM. Veldu x-ið.

 

adferd1leikirb

 

Þá kemur þessi valmöguleiki og þú velur Turn Off. 

„VOLLA“!!!! Færð aldrei meldingu frá þessum leik aftur.

 

Aðferð 2. 

Farðu í örina uppi í bláu stikunni á Facebook aðgangi þínum, lengst til hægri og smelltu á hana

Screen Shot 2015-01-29 at 10.05.11 AM

 

Þú færð þá niður lista og velur af honum „settings“ eða „stillingar“

adferd2leikir

 

Þá ferðu inn á aðra síðu og þá birtist valmynd til vinstri sem er svona og þú velur „Blocking“ eða „útilokanir“

Screen Shot 2015-01-29 at 8.53.06 AM

 

Þá kemur hlutinn sem er skemmtilegur en þarna geturðu stillt hvaða „app“ eða „viðbætur“ þú vilt útiloka.

Screen Shot 2015-01-29 at 8.53.15 AM

 

Þarna slærðu inn öll þau leikjanöfn sem þú vilt útiloka og þú munt aldrei sjá meira af þeim!

 

Þetta er heldur betur einfalt og ég legg til að þið nýtið ykkur þetta ef þið viljið ekki fá leikjabeiðnir. Ég vil líka koma því að hérna að það eru margir að „senda“ leikjabeiðnir án þess að vita það og við skulum reyna því að vera umburðarlynd og ekki ausa úr skálum reiðinnar yfir þau. Þau eru kannski bara að taka sínar 15 mínútur fyrir sig og slaka á og gera eitthvað sem þeim finnst gaman.

Ást og kærleikur

 

SHARE