Ertu líkleg/ur til að halda framhjá?

Ný rannsókn hefur sýnt fram á það að sé nokkuð ljóst, frá fæðingu, hvort fólk sé týpan sem heldur framhjá.

Nafn rannsóknarinnar er „Stay or stray“ og þykir sanna það að hægt sé að sjá hvaða týpur séu líklegastar til lauslætis hjá bæði karlmönnum og kvenmönnum. Rannsóknin var framkvæmd í Oxford háskóla og um 2000 manns tóku þátt, bæði konur og karlar, á aldrinum 18-63 ára.

Þegar barn er að vaxa í leginu hefur magn testósteróns áhrif á það hversu langur baugfingur (ring finger) er. Rannsakendur komust að því að því meira magn testósteróns í móðurkviði, því meiri líkur eru á lauslæti.

Í rannsókninni var meðal annars spurningalisti, þar sem spurt var út í hjúskaparstöðu og lengd baugfingurs.

Þegar allar niðurstöður voru dregnar saman kom það í ljós að fylgni var á milli þessar hluta, þ.e. lengdar baugfingurs og lauslætis. Á einfaldan hátt eru niðurstöðurnar þær, að ef baugfingur þinn er lengri en vísifingur, þá ertu líklegri til lauslætis en ella.

Prófessor hjá háskólanum lét þó hafa eftir sér: „Það er margt sem hefur áhrif á hegðun mannsins, svo sem umhverfið og lífsreynsla. Það sem gerist í móðurkviði gæti haft mjög lítil áhrif þegar kemur að þessum málum.“

 

Ertu búin/n að tékka á þessu hjá þér? En maka þínum?

 

Tengdar greinar: 

 

SHARE