Ertu með ofnæmi? Vert að skoða!

photo by stockimages

Nú síðustu vikur hef ég lesið tvær greinar um svæsin tilvik þar sem konur hafa brennst mjög illa eftir litun vax á augabrúnum á snyrtistofu. Í öðru tilfellinu var vaxað fyrst og svo settur litur eftir það en eftir vaxið er húðin mjög opin.

Í hinu tilfellinu var ekki tekið fram hvernig meðferðin fór fram en klárlega í bæði skiptin komu fram svona líka svæsin ofnæmisviðbrögð. Fyrri konan átti á hættu að missa sjónina og þótti ljóst að augabrúnir hennar myndu aldrei verða eins og þær voru. Á hinni stúlkunni var ekki víst hversu mikil örin yrðu og framtíð stúlkunnar, sem módel, var í hættu.

Þetta minnir okkur á að gott er að gera ofnæmispróf reglulega en þá er litur borinn á húðina bak við eyrað, látið bíða í nokkrar mínútur og svo ef engin viðbrögð koma fram á sólarhring ætti að vera í lagi að lita augnhár og augabrúnir. Þó svo að engin ofnæmisviðbrögð koma fram við fyrstu skipti sem augnhár og augabrúnir eru litaðar er ekki þar með sagt að við getum ekki þróað með okkur ofnæmi fyrir litun eins og með allt annað.

Gangi ykkur vel og munum að allt er gott í hófi!

Vilt þú senda fyrirspurn til snyrtifræðings? Sendu þá póst á inga@hun.is

SHARE