Eru allar hitaeiningar eins?

Eru allar hitaeiningar eins?

Ég ætla bara að byrja á því að segja svarið strax .. NEI!
Allar hitaeiningar eru ekki eins, þær eru ekki jafnar, það fer eftir því hvaðan þú færð þær, hvaða áhrif þær munu hafa á líkamann þinn.

Ef þú borðar 1800 hitaeiningar úr jelly beans helduru að þér muni líða eins og ef þú borðar 1800 hitaeiningar úr hollum og góðum fjölbreyttum mat?
Mundu verða jafn saddur/södd? Ég ætla að leyfa mér að segja NEI.

Líkaminn vinnur ekki eins úr öllum hitaeiningum, hann vinnur ekki eins úr hvítum sykri og hann vinnur úr ávöxtum.
Eins þegar við brennum hitaeiningum, ef við brennum 500kcal, þá þýðir það ekki að þær séu allar úr fitu. Það er bara orkan sem við höfum yfir daginn, og ef hún er meiri en við brennum þá breytist hún í fitu utan á okkur því við brenndum hana ekki upp.

Við skulum bara viðurkenna það … það er þreytandi að telja hitaeiningar!
Og þú mund ALDREI ná 100% réttri tölu á hitaeiningarnar sem þú innbyrðir og sem þú brennir yfir daginn, nema allt sem þú borðar sé mælt á vigt og allar mælingar yfir þá fæðutegund séu réttar.
Hver nennir því að eilífu?
Hver er tilgangurinn?

Líkaminn okkar veit hversu mikið hann þarf, og ef við æfum okkur í að hlusta á hann, þótt það taki tíma í fyrstu þá föttum við hversu mikið við þurfum.
Ef við leyfum líkamanum að ráða ferðinni, þá gæti jafnvel verið að einhver komi í heimsókn með rjúkandi heita pizzu og þig langi ekki einu sinni í hana því þú ert svo vel nærð/ur yfir daginn og ÞARFT EKKI MEIRA.

Ég get ekki talað nóg um það að allar hitaeiningar eru ekki eins.
Fengirðu sömu niðurstöðu ef þú borðaðir
1800 kcal af smjöri ?
1800 kcal af súkkulaði ?
1800 kcal af virkilega unnum mat eins og pizzu, pylsur, salt salt salt.
1800 kcal af hollum óunnum HEILUM mat, ávextir, kjöt, grænmeti, möndlur og slíkt.

Biddu .. voru allar hitaeiningar ekki eins!? Varla.

Þetta ætti að gera þetta algerlega idiot proof fyrir ykkur að allar hitaeiningar eru EKKI jafnar.
Það fer allt eftir því hvaðan þessi hitaeining kemur, hver næringargildin í henni eru .. þá getur þú fundið út úr því hvaða áhrif hún hefur á líkamann og árangurinn þinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here