„Eru allir Íslendingar listamenn?”

Það gerðist eitt kvöldið þegar við vorum á ferðalagi um miðbæ Reykjavíkur að sonur minn leit hugsandi út um farþegarúðuna á bílnum og sagði orðin sem ég á aldrei eftir að gleyma:

… Reykjavík er svo falleg borg. Lítil og smágerð í fjarskanum og skemmtilega byggð. Ímyndaðu þér bara hvernig er að skoða borgina með augum ferðamanns. Allar þessar sögulegu byggingar, gömlu húsin í bland við háhýsin og skúmaskotin sem Reykjavík geymir.

Ég er fráflutt í dag og er oft hugsað til orða sonar míns, sem þá var unglingur en er orðinn fullorðinn maður. Þegar heimþránna keyrir um þverbak heimsæki ég stundum myndasíður og renni augum yfir borgina þar sem ég bjó áður, brosi þegar ég sé kunnugleg húsin og rifja líka upp orð mannsins sem varð á vegi mínum eitthvað kvöldið í Osló og sagðist hafa setið háskólakúrs með þremur Íslendingum.

… and it was like they were all artists, you know. All of them were creating something on the side. One of them was a photographer, the second was a writer and then there was this fashionista … and it made me wonder if all Icelanders are this creative? Is everyone in Iceland an artist of some kind?

Ég brosti með mér þegar ég rifjaði upp þessi orð fyrr í dag, sló upp leitarorðinu #reykjavik á Instagram og renndi augunum yfir þann aragrúa svipmynda sem finna má af höfuðborg Íslands á Instagram. Ef marka má orð mannsins sem spurði mig hvort allir væru listamenn sem búa í litlu höfuðborginni sem sonur minn, þá unglingur, sagði ferðamenn eflaust verða forvitna um sökum fegurðar, þá er svar mitt í dag tvímælalaust: Já. Allir Íslendingar hafa skapandi gen að bera.

Hér ber að líta úrval mynda af sem notendur hafa smellt af og deilt á Instagram, en allar voru myndirnar teknar í Reykjavík. Því verður ekki neitað að falleg er hún, borgin.

Forsíðumynd við þessa grein er tekin af Instagram – allur réttur áskilinn: @goldaking

SHARE